Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 31
1956
B E R G M Á L
það var eina veika tækifærið,
sem henni myndi bjóðast til
þess að komast undan. Hún
greip tækifærið og heppnin var
með henni. Hún var komin fram
á ganginn og hafði lokað hurð-
inni á eftir sér er Lester kom
aftur út úr herberginu.
Nú var hann orðinn viss um
að þetta stefnumót sem honum
hafði verið sett þarna um mið-
nættið væri gildra. Myra vissi
það að hún var í mikilli hættu,
hún hraðaði sér niður eftir
ganginum.
í sömu andrá beygði Lester
sig niður inni í herberginu,
framan við dyrnar á skápnum,
en þar sá hann liggja við fætur
sínar vasaklút. Hann fann það á
ilmvatninu, sem þessi vasaklút-
ur var vættur í að hann kann-
aðist við það og stafurinn M í
einu horni vasaklútsins stað-
festi grun hans.
„Myra,“ sagði hann ihálfhátt
við sjálfan sig, og nokkuð undr-
andi. Á sama andartaki þóttist
Ihann heyra dauft fótatak úti á
ganginum. Á augnabliki hafði
hann þotið út úr herberginu, en
Myra hafði fengið dálítið for-
skot sem var henni dýrmætt.
Brátt var hann kominn út úr
húsinu og hóf eftirförina, en þá
varð honum litið. á bíl sinn og
virtist hann þá breyta um skoð-
un. Að vísu sneri bíllinn öfugt
og hann vissi það að hann myndi
glata dýrmætum tíma meðan
hann væri að snúa bílnum við.
Hann ákvað þó að veita henni
eftirför í bílnum. Þetta var
fremur fáfarið íbúðarhverfi og
það sást enginn maður úti við.
Myra stóð á öndinni af mæði,
en hraðaði sér áfram eftir því
sem hún gat og vonaði að ein-
hver, sama hver væri, kæmi út
á götuna og gæti orðið henni tii
bjargar. Lester ók hægt og not-
aði kastljós til þess að lýsa upp
alla dyraskansa báðum megin
við götuna. Hún faldi sig nú á
bak við steinsúlu, sem hún kom
að og sá það að ljósgeislarnir frá
bílnum færðust nær og nær.
Að lítilli stundu liðinni var
bíllinn kominn fram hjá stein-
súlunni og Lester hafði ekki
séð hana. Hún var sloppin.
Þegar bíllinn var kominn um
fimmtíu metra niður eftir göt-
unni fór hún að hlaupa í öfuga
átt við það sem hún hafði gert,
en þar skjátlaðist henni mjög,
því að hvíti höfuðklúturinn,
sem hún hafði vafið um höfuð
sér fór ekki fram hjá Lester er
hann leit í spegilinn utan á bíln-
29