Bergmál - 01.11.1956, Síða 33
1956
B E R G M Á L
veggnum, því að hraði bílsins
var orðinn ofsalegur og jókst
með hverri sekúndu. Konan
sem Myra 'hafði séð og áleit að
væri Irene, gekk mjög hratt og
uggði ekki að sér. Um seinan
heyrði Irene hvin bílsins og leit
við. Það öskraði í hemlunum og
því næst heyrðist skellur, —
brak og skarkali.
Myra reikaði eins og í leiðslu
á slysstaðinn, en þar var nú allt
hljótt og kyrrt. Fólk var farið
að þyrpast að úr næstu húsum.
Tveir karlmenn gægðust inn í
þetta hrúgald, sem verið hafði
bíll.
„Snertið ekkert, frú,“ sagði
annar þeirra, „og ég ræð yður
einnig frá því að líta þarna inn.
Það eru tvö lík sundurtætt.
Hryllileg sjón.“
Myra kinkaði kolli með sam-
anbitnum vörum og gekk á
brott. Framundan, stutt frá, var \
fjörðurinn. Hafgolan kældi and-
lit hennar. Hún gekk niður í
fjöru, leysti hvíta klútinn af
höfði sér, hægt og gætilega, eins
og annars hugar, og horfði á
eftir honum á meðan hann rak
frá landi út í náttmyrkrið.
Endir.
í barnaskóla einum í Reykjavík
sagði Gunnar litli kennaranum frá því
einn morguninn að systir hans væri
veik, og spurði kennarinn þá hvað
væri að henni. „Læknirinn segir víst
að hún sé með mislinga," svaraði
Gunnar. — Kennarinn sagði Gunnari
litla þá að hann yrði að fara heim, því
að þessi sjúkdómur væri svo smitandi.
Gunnar litli tók því mjög vel og flýtti
sér á þrott með bækurnar sínar.
Stuttu eftir að Gunnar var farinn
reis sessunautur Gunnars litla upp úr
sæti sínu. „Hvað er það, vinur minn?“
spirrði kennarinn.
„Ja, — mér finnst rétt að segja
kennaranum frá því að systir Gunn-
ars litla á heima á Akureyri."
★
„Ég hitti mann í gær, sem fullyrti
að hann hefði aldrei á ævinni keypt
dagblað."
„A-ha, það mætti segja mér að það
væri náunginn, sem situr við hliðina
á mér í strætisvagninum á morgnana."
★
Hinn myndarlegi borðherra sneri
sér að borðdömu sinni, sem talaði mjög
mikið.
„Þegar ég sé bros yðar, ungfrú, þá
finnst mér að við verðum að hittast
aftur áður en langt um líður."
„Hí-hí, þér kunnið sannarlega að
slá gullhamra,“ sagði daman.
„Aldrei hefi ég fengið orð fyrir það,
en ég þyki góður tannlæknir."
★
31