Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 34
Sfign eftir Sveen:
ÞANNIG ER LÍFIÐ
Frú Beate Tanberg á ihöfuð-
bólinu Salesholm sat í björtu
setustofunni sinni og lét fara
vel um sig. Það var haust. Loftið
var mettað af þungum rósailmi
og angan eplatrjánna og barst
inn um opinn franska gluggann
á stafninum.
Frú Tanberg sat og las í bók
eftir ihádegisverðinn eins og
hún var vön. Hún vildi ekki
sofa. Það hafði aldrei góð áhrif
á hana að sofna á þessum tíma
dags. Og lífið hafði kennt henni
að maður á að láta sér líða svo
vel sem föng eru á. Við og við
rétti hún út höndina og náði
sér í konfektmola úr skál á
borðinu. Hún var mikill sælkeri
og viðurkenndi það fúslega.
Hún viðurkenndi það líka hik-
laust að hún væri orðin all-
feitlagin, og hafði engar áhyggj-
ur af því.
„Jörgen elskar mig einmitt
eins og ég er og vill hafa mig
svona,“ sagði hún þegar mein-
fýsnar vinkonur höfðu orð á því
við hana, að hún þyrfti að
grenna sig svolítið. „Ég er að
verða sextug og hefi lifað mitt
fegursta. Ég vil láta mér líða
vel.“
Nú mátti hún víst spillast af
eftirlæti, ef verða vildi.
Þegar ihún heyrði að bíll
beygði af þjóðveginum upp að
húsinu, andvarpaði hún og
hugsaði: „Oh .... gestir!“ En
er henni varð Ijóst hvað hún
hafði raunverulega hugsað,
breytti hún strax um og sagði
stranglega við sjálfa sig: „Beate,
nú er eigingirni þín sannarlega
orðin full-mikil.“ Svo gekk hún
fram í anddyrið til þess að sjá
hvem hefði borið að garði.
Það var Terje! Yngsti strákur-
inn hennar. Hann var aleinn.
Margrét var ekki með honum.
„Hvað hefir hann nú verið að
óþægðast," hugsaði hún.
32