Bergmál - 01.11.1956, Page 35
1956
B E R G M Á L
„Komdu hérna út úr bílnum
og út í sólskinið, svo að ég geti
séð iþig,“ sagði hún og faðmaði
son sinn að sér. Þegar þau voru
komin inn í stofuna horfði hún
lengi rannsakandi á 'hann.
Hann var vandræðalegur á
svipinn.
„Er pabbi heima?“ spurði
hann eftir drykklanga stund.
„Já, hann er inni í skrifstof-
unni sinni. Þú rnátt ekki trufla
hann núna. Knútur og Eva fóru
út í gönguferð eins og þeirra er
vandi. Svo að þú getur trúað
mér fyrir því, án þess að eiga
á hættu að nokkur komi okkur
að óvörum. Jæja-þá?“
Hann hló, gamla, góða, gáska-
fulla hlátrinum sem hafði kom-
ið henni til að láta of mikið eftir
honum.
„Þú ert undraverð, mamma.
Aldrei er hægt að halda neinu
leyndu fyrir þér. — Já, það er
Margrét. Hún vill skilnað.“
„Terje!“
Hún lét sig fallast þunglega
niður í stóra sófann.
„Margrét, —• vill Margrét
skilnað?“ Hún leit ásakandi á
hann. „Ef að Margrét óskar eftir
hjónaskilnaði, þá hefir ihún á-
reiðanlega fulla ástæðu til þess.
Ég þekki konuna þína, tengda-
dóttur mína. Margrét er skyn-
söm, trygg og tru, traustari en
flestar aðrar konur.“
„Já, — það er þó satt og rétt,“
sagði Terje og andvarpaði.
Hún varð að gæta sín, svo að
hann sæi ekki glettni í augum
hennar, — o-nei, nei, Margrét
var svo sem enginn sérstakur
engill þótt ihún segði það og svo
horfði þessi grallari á hana og’
las hugsanir hennar. Hann vog-
aði sér meira að segja að horf-
ast í augu við hana. Það var
einihver púki á gægjum lengst
inni í augnakróknum. En, hæg-
an nú ....
„Margrét er alltof góð handa
iþér, Terje, en ef til vill tekst
henni að ala þig upp. Það hefi
ég verið að vona. Ég var meira
að segja farin að halda að það
hefði tekizt. Ef að þú hefir nú
eyðilagt allt og komið í veg
fyrir að henni takist uppeldið,
þá fyrirgef ég þér aldrei.“
„Vertu ekki svona ströng,
mamma. Þú ert með rangar
ágizkanir í ihuga. Og Margrét
hefir rangt fyrir sér líka.“
Hann var að vísu grafalvar-
legur, en hún var þó ekki alveg
sannfærð.
„Nú — nú, hvað gerðist þá?“
„Þú veizt að við tókurn á leigu
i
33