Bergmál - 01.11.1956, Síða 36
Október — Nóvember
Bergmál ----------------------
litla sumarbústaðirm. rétt 'hjá
Baðhótelinu.“
„Jú, — jú, ég held að ég viti
það nú. Ykkur hefði verið nær
að koma hingað og dvelja hér í
ró og friði, eins og Margrét
vildi.“
„Já — en það hefði orðið of
langt fyrir mig, sem ekki kemst
út úr borginni nema aðeins á
laugardögum og sunnudögum,
ekki satt?“
„No-o, — það getur verið.
Baðstaðalífið er skemmtilegt,
að minnsta kosti á meðan mað-
ur er ekki of feitlaginn til að
sýna sig á sundbol. — Nei,
gríptu ekki fram í fyrir mér,
strákur. Ég veit vel sjálf,
hvernig ég lít út núna. Jæja,
haltu áfram.“
„Viola Ewers bjó á Baðhótel-
inu .... “
„Einmitt .... En hún giftist
Nielsen útgerðarmanni, ekki
satt?“ Hann hefir miklu meira
fé handa á milli heldur en þú
getur nokkurn tíma gert þér
vonir um að hafa.“
„Hún er skilin við manninn.
Annars skal ég gjarnan viður-
kenna það sem ,þú áttir við —
hún er blóðsuga.“
„Ég man það vel, góði minn,
að ástin á milli ykkar var við
suðumark hér áður fyrr. Og
þótt þú ihafir nú séð hvernig hún
er, þá stekkur þú samt og ....
nei, þessir karlmenn. Eða kjána-
legir strákaihvolpar eins og þú,
réttara sagt. — Þú hefir, sem
sagt uppveðrast af því, er hún
fór nú á ný að dilla sér framan
í þig, eða hvað? Og svo hljópst
þú til og .... Beint fyrir aug-
unum á Margréti. Það var svo
sem auðvitað.“
„Mamma, ég gerði það alls
ekki. Ég er alveg sárasaklaus.
En því trúir Margrét ekki. Ég
veit að vísu að það hefir litið
þannig út. En hún vill ekki
hlusta á mig. Trúir mér ekki.
Hún getur verið alveg ótrúlega
ósanngjörn og þvermóðskufull,
það get ég sagt þér. Svo varð ég
auðvitað reiður líka. Og hún
sagðist vera farin. Ég gæti vel
trúað að hún væri komin af
stað hingað. Hún leitar víst
alltaf til þín, þegar eitthvað
bjátar á.“
„Já, það gerir hún,“ sagði frú
Beate með ánægjuhreim. „Jæja-
þá, má ég heyra alla söguna?“
Þegar Terje hafði lokið frá-
sögninni leit hann á móður sína.
„Trúirðu mér, mamma? Finn-
urðu ekki að ég er að segja
satt?“
34