Bergmál - 01.11.1956, Síða 39

Bergmál - 01.11.1956, Síða 39
1956 B E R G M Á L „Margrét,“ sagði ihún loks eftir langa umhugsun. „Þú veizt það v^falaust, að þrátt fyrir allt elskar Terje aðeins þig, og enga nema þig.“ „Elskar? — Getur hann í raun og veru elskað? Ég var farin að halda .... Hann er ómögulegur. Hann breytist aldrei. Því er nú ver og miður. Það er auðvelt fyrir þig að sitja hér og tala um umburðarlyndi, þú, sem hefir fengið að lifa lífinu við hlið Jörgens Tanberg, sem er traust- asti, heiðarlegasti og elskuleg- asti maður, sem ég hefi fyrir hitt um ævina .... Beate fékk hugmyndina á meðan Margrét talaði. Fann lausnina á vandamálinu. „Þú segir að þetta geti aldrei breytzt. Vertu ekki svo viss um það. Ég er sannfærð um, að ekki líður á löngu áður en Terje öðl- ast meiri sálarró og frið í sam- búðinni við þig. Hann mun leggja sig allan fram við að byggja upp gott og fallegt iheimili fyrir þig og með þér. Hann elskar aðeins þig. Það veiztu. Ég segi þetta ekki vegna þess að hann er sonur minn, heldur vegna þess að ég tala af eigin reynslu .... Nú orðið hefi ég yndi af því að líta til baka á fyrstu umbrota- og byltingar- ár hjónabandsins — eftir langt hjónaband, — alla sorg þess og gleði, finnur maður hve frjótt það hefir verið að hamingju og gleði, sem aukizt befir með árunum og margfaldast. Eitt sinn sagði ég nákvæmlega sömu orðin og þú segir nú: Ég held þetta ekki út. Það er vonlaust að þetta lagist nokkurn tíma! — En þá hafði ég rangt fyrir mér, Margrét. Allt breyttist og 'batnaði, einmitt vegna þess að ég hélt út.“ „Jörgen? — Þú og Jörgen?“ „Er það svo undarlegt, þegar allt kemur til alls? Það býr kona í hverri smátelpu og strák- ur í íhverjum manni. Ungur maður verður aldrei hæfur eig- inmaður, fyrr en konan hefir gert hann það .... Eyðileggi hann eitthvað, verður hún að byggja það upp aftur .... Ég lærði að skilja það að ástin þolir allt, að minnsta kosti þegar hún er endurgoldin. Við konurnar erum í eðli okkar mjög afbrýði- samar .... Jú, Margrét, því er ekki hægt að neita. Við sjáum oft hið i-lla í öllum hlutum. Þessi saga um Violu Ewers læt- ur að vísu illa í eyrum — en það verðum við þó að viðurkenna að 37

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.