Bergmál - 01.11.1956, Side 42

Bergmál - 01.11.1956, Side 42
Þú varst alveg Saga eftir Dorothy Parker. Þessi smásaga eftir amerísku skáld- konuna Dorothy Parker er bráðsnjöll og einstök í sinni röð, enda ein af þeim sögum, sem alltaf sjást öðru hverju í sögusöfnum og tímaritum hvarvetna um allan heim. Hún hefir víst verið þýdd oftar en einu sinni á íslenzku, og ef til vill líka á reykvíska mállýzku. Ungi maðurinn,, gulgrænn í andliti, settist gætilega í ihægindastólinn og hélt höfð- inu á ská til þess að gusturinn frá viftunni næði sem bezt til að svala verkjandi enni hans. „Oh-h .... Herra minn trúr, oh ....“ Unga stúlkan bjarteyga, sem sat við hlið hans, vel isnyrt og bein í baki, brosti ástúðlega til hans. „Ertu ekki í sem beztu stuði í dag?“ spurði hún. „Ég? Jú, jú — ég er í topp- stuði,“ svaraði hann. „Ég hef það alveg stór-fínt. Veiztu hve- nær ég fór á fætur? Klukkan fjögur í eftirmiðdag, á slaginu. Ég reyndi aftur og aftur að standa upp, en í hvert skipti sem ég lyfti höfðinu frá koddanum valt það undir sængina. Þetta er nefnilega ekki mitt eigið höfuð sem ég sit hér með á herðunum. Ég held það hljóti að vera höfuðið af' asnanum í Jónsmessunæturdraumnum. Oh .... Herra minn trúr.“ „Heldurðu ekki að einn sjúss myndi rétta þig af ?“ spurði hún. „Lækna timburmenn á þann hátt? Nei takk. Nefndu aldrei vín í minni áheyrn framar. Nú er ég áreiðanlega genginn í lífs- tíðarbindindi. Líttu bara á hend- urnar á mér — titrandi eins og lauf í vindi, sérðu? Segðu mér annars, gerði ég ekki skandala í gærkvöldi?“ „Nei, elskan mín!“ svaraði hún. „Það voru allir orðnir hátt uppi — þú varst alveg olræt.“ 40

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.