Bergmál - 01.11.1956, Side 44

Bergmál - 01.11.1956, Side 44
Október — NÓVEMBER B E R G M Á L----------------- persónulega alveg sama. Ég held að hann hafi haft gaman af því að sjá hve þú skemmtir þér vel, því að þú hélzt áfram að syngja eins og berserkur næstum heilan klukkutíma. En þú söngst í raun og veru ekki svo óskaplega hátt.“ „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að ég hafi farið að syngja? Ég' get nú rétt ímyndað mér, að það hafi verið til skemmtunar. Hugsa sér annað eins: Ég far- inn að syngja.“ „Manstu ekki eftir því?“ spurði hún. „Þú söngst eitt lagið eftir annað. Allir í salnum voru stór-hrifnir. Það versta var að þú vildir endilega syngja ein- hverjar gangnamanna vísur, eða hvað það nú var, — og allir uss- uðu á þig — En þú byrjaðir á þeim aftur og aftur og aftur. Þú varst alveg draumur. Við reyndum öll að fá þig til að hætta að syngja svolitla stund og borða eitthvað, en þú vildir ekki heyra minnzt á það. Je- minn, hvað þú varst fyndinn.“ „Borðaði ég þá alls ekki neitt af öllum kræsingunum?“ spurði hann. „Nei, ónei, ekki munnbita," svaraði hún. „í hvert skipti sem ungþjónninn bauð þér eitthvað, sagðir þú að hann skyldi borða það sjálfur, því að þú stóðst á því fastar en fótunum að hann væri hinn löngu týndi bróðir þinn, sem stolið hefði verið úr vöggu af einhverri sígauna- kerlingu, og allt sem þú ættir væri nú einnig hans. Hann hló svo mikið að þér, að hann var orðinn veikur af hlátrinirm.“ „Ég efast ekki um það,“ sagði hann. „Ég þori að veðja um það, að ég hefi verið skemmtilegur. Ég hlýt að hafa verið aðal- númerið, eftir þessu að dæma. En hvað gerðist svo á eftir þessari glæsilegu senu með ung- þjóninum?“ „O — svo sem ekkert sér- stakt,“ sagði hún, „af einhverri óskiljanlegri ástæðu fékkstu samt sérstaka andúð á gömlum gráhærðum manni, sem sat í hinum enda salarins. Þú sagðist alls ekki geta þolað bindið hans, þú hefðir ofnæmi fyrir því, og þú vildir endilega fara til hans og segja honum það. En við komum þér undan áður en hann varð alvarlega reiður, og fórum með þig út.“ „Einmitt það, svo að við höfð- um okkur þá út úr salnum,“ sagði hann. „Gat ég þá staðið á mínum eigin fótum?“ 42

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.