Bergmál - 01.11.1956, Side 46
Október — Nóvember
Bergmál ----------------------
„Já,“ sagði hann. „Ég býst
við að 'hann verði örlagaríkur.“
„Og við skulum verða svo
,hamingjusöm,“ sagði hún. „Mig
langar mest til að segja öllum
frá því. En ég er þó ekki alveg
viss — ef til vill væri það ennþá
yndislegra að við segðum eng-
um frá því, ættum aðeins
leyndarmálið tvö ein?“
„Já, ég gæti bezt trúað því,“
sagði hann.
„Er það ekki dásamlegt?“
spurði hún.
„Jú, svaraði hann. „Einstakt.“
„Guðdómlegt,“ sagði hún.
„Heyrðu annars,“ sagði hann,
„hefir þú nokkuð á móti því, að
ég fái mér einn sjúss? Þú skilur,
bara eins og læknislyf? Ég sver,
að ég er steinhættur að drekka,
— en ég hefi það á tilfinning-
unni, að bráðum fari allt að
hringsnúast fyrir augunum á
mér.“
„Ég er viss um að þú hefir
bara gott af því‘“ sagði hún.
„Vesalingurinn minn, það er
leiðinlegt, að þú skulir vera
svona sloj. Ég skal fara og
blanda einn gráan handa þér.“
„í hreinskilni sagt,“ sagði
hann, „þá skil ég ekki að þú
skulir yfirleitt vilja líta á mig
eftir þennan skandala, sem ég
gerði í gærkvöldi. Ég held að
það væri bezt að ég gengi í
klaustur einlhvers staðar í
Tíbet.“
„Elsku kjáninn minn! Dettur
þér í hug að ég sleppi þér nokk-
urn tíman hér eftir. Þvílík fjar-
stæða. Þú varst í raun og veru
alveg ókey.“ Hún stökk á fætur,
kyssti hann flausturslega á
ennið og snaraðist út úr stof-
unni.
Ungi maðurinn gulgræni
horfði á eftir henni og hristi
höfuðið lengi og ákveðið, — svo
faldi hann andlitið í höndum
sér, sem voru rakar og titrandi.
„Oh. Herra minn trúr,“ stundi
hann. „Oh. Herra minn trúr. ■—
Oh. Herra minn trúr. — Oh.
Herra minn trúr.“
Bóndakonan: „Með leyfi að spyrja,
hr. prestur, er skírnin fullgild ef
skírnarvotturinn gefur barninu ekki
svo mikið sem smá silfurskeið?"
★
Kennarinn: „Hvað þurfum við að
gera fyrst af öllu til að við getum
fengið fyrirgefningu syndanna?"
Otto: „Syndga, hr. kennari."
★
44