Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 49

Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 49
B E R G M Á L 1 9 5 6 ------------------------ ar sömu hugsanir gamla mann- inn. Vélarnar niðuðu, vinnan var tilbreytingarlaus, handtökin þau sömu upp aftur og aftur. Hend- ur gamla mannsins voru á sí- felldri hreyfingu en tannlaus munnurinn glotti að hugsun um allt annað en vinnuna. Loftið var mettað ryki og hátt uppi undir þaki rann reim eftir reim með hvæsandi hljóðum á endalausri mergð hjóla er sner- ust í sífellu. Aldrei sást út í 'hornin, sem fjarst voru fyrir þéttri gufu, sem einhversstaðar slapp út. Menn komu í Ijós hér og hvar eins og vofur, en raddir þeirra köfnuðu í sífelldum dyn vélanna. ímyndunarafl gamla manns- ins starfaði af fullum krafti — hann var orðinn lítill drengur á andartaki, — móðir hans var heldri kona, og hann hafði gjörðina sína og stafinn, — hann var að leika sér að því að slá gjörðina áfram með litla prik- inu. Hann var í hvítum fötum, litlu fæturnir hans voru bústnir og berir um hnén .... Dagarnir liðu, vinnan gekk sinn vana gang og hugarflugið hélt áfram. IV. Eitt kvöldið er gamli maður- inn var að fara heim frá vinnu sinni, sá hann gjörð af gamalli tunnu á götunni. Gamli maður- inn fór að titra af gleði og blik- aði á tár í sljóum augunum. í einu vetfangi varð hann gripinn ómótstæðilegri þrá. Hann leit flóttalega í kring- um sig, beygði sig því næst nið- ur og tók upp gjörðina með skjálfandi höndum. Hann brostí, niðurlútur, eins og hálf skömm- ustulegur á leiðinni heim með gjörðina í hendinni. Enginn veitti honum athygli, enginn spurði hann neins. Hverjum kom það við? Gamall, tötralegur maður, sem hélt á gamalli, beyglaðri og ónýtri gjörð í hendinni — hver skyldi skeyta því? Hann var stífur og flóttalegur í senn, hræddur við háð. Hann gat ekki svarað því sjálfur hvers vegna hann tók hana upp og hvers vegna hann bar hana heim. En hún var lík gjörðinni drengsins að stærð, það var nóg. Það gerði engum neitt þótt hún lægi heima hjá honum. Hann gat horft á hana, tekið á henni. Það myndi skerpa hug- 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.