Bergmál - 01.11.1956, Síða 53

Bergmál - 01.11.1956, Síða 53
Bergmál 1 956 ----------------------- Nær bóndi sér fljótlega í hross og ríður því fram í skerið og biður Sakarías að koma með sér í land, því eins og hann sjái sé þegar runnið fyrir skerið. Sak- arías er tregur til og lætur sem ekki sé, en lætu þó til leiðast um síðir, og fer í land með Ara, og er þá nær sundi er þeir komu í land. Þetta sker var kallað Stóra-Sker og lig'gur frammi á leirunum til suðurs undan Stóra- iHvammi, sem er utan við Hrafnaskörðin svo kölluð, þar í sjávarbökkunum innan við Hjallabæinn. Oftlega var Ari búinn áður að vera á hnotskóg um ferðir Sakaríasar, en eigi veit ég hvort það var að þessu sinni, sem Sakarías hótaði Ara hörðu ef hann eigi hætti því að •hnýsast í ferðir sínar, ella kynni hann að hitta sjálfan sig fyrir. En hvað sem því leið, Iþá bjóst Ari við að til eins mundi draga um ferðir hans, svo þungsinna var hann orðinn og sinnti lítt mönnum. Dag nokkurn síðla vetrar verður Ari þess var, að Sakarías fer að heiman og hleypur við fót með byssu í hendi, og stefnir sem leið liggur út að Þórisstöð- um, sem er næsti bær utar með firðinum. Stuttum spöl fyrir ut- an túnið á Hjöllum fellur Hjallaá til sjávar fram úr gljúfri miklu, en þar er þó vað á ánni á reiðgötunni. Þarna út að ánni hverfur Sakarías, og skömmu síðar hvað við skot frá ánni. Leggur þá Ari leið sína út að Þórisstöðum, en fer yfir ána fyrir neðan alfaraleið og fær þar ,á Þórisstöðum mann með sér til baka inn að ánni. Þar hagar svo til að þeim megin ár er hár klettur sem er áfram- hald af árgljúfrinu. En mann- hæð eða svo frá vatninu er klettastallur lágur sem vel mátti sitja á, og halla sér upp að berginu. Þarna hafði Sakarías sezt og hallað sér upp að, sett byssuihlaupið upp í munn sér og hleypt af, og lá byssan þar við hllið hans, en höfuð líksins sundurskotið, sem geta má nærri. Þetta sem skrásett er hér er eftir sögn húsfrú Sigríðar Jónsdóttur móður þess er þetta ritar, sem fluttis rúmum áratug eftir þetta slys að Hjöllum og bjó þar allan sinn búskap með manni sínum Jóni Finns- syni hreppstjóra. Þegar slys þetta vildi til var hreppstjóri í Gufudalssveit Arn- 51

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.