Bergmál - 01.11.1956, Side 56

Bergmál - 01.11.1956, Side 56
Október — Nóvember B E R G M Á L og íhún fer að byrja gönguæfingar þá verður hún iþað áreiðanlega.“ Lady Amanda hnyklaði brýmar og virtist hugsa sis um andar- tak. Svo hélt hún áfram: „Mér finnst að það sé eitthvað sérstakt sem veldur henni áihyggjum, en að sjálfsögðu getur mér skjátlast, þótt það sé nú ekki algengt,“ bætti hún við og hló. „Kannske er stelpan orðin ástfangin, ihvað haldið þér, systir?“ „Ég, — ég veit það ekki,“ sagði Jill. Hana hafði að vísu grunað þetta sama, en þær voru án efa að hugsa sinn um hvorn manninn. Hún þóttist vera viss um að Sandra væri ástfangin af Lord Errol, en gamla konan var auðsjáanlega að ímynda sér að Sandra væri orðin ástfangin af lækninum, dr. Carrington. „Nú, en hún væri svo sem ekki fyrsta stúlkan, sem yrði ástfangin af lækninum sínum,“ sagði gamla konan. „Þér hafið sjálfsagt oft rekizt á það systir, að slíkt getur hent?“ „Já,“ heyrði Jill sjálfa sig svara. „En það stendur nú að jafnaði ekki mjög lengi. Ég held að þér þurfið ekki að vera áhyggjufull þess vegna, Lady Amanda.“ „Ég er alls ekki áhyggjufull,“ sagði gamla konan og horfði hvasst á Jill, næstum rannsakandi. „Reyndar virðist mér að þér lítið ekkert of vel út heldur. Ég gæti trúað að þér þyrftuð að fá gott frí eftir þessar erfiðu vikur.“ „Ó, mér líður ágætlega,“ svaraði Jill, en Lady Amanda virtist vera svolítið áhyggjufull og hugsandi yfir þessu. „Fáið þér aldrei sumarfrí?" „Jú, ég fæ hálfsmánaðar frí í næsta mánuði." „Og yður veitir sannarlega ekki af því,“ sagði Lady Amanda. „En nú ætla ég að biðja yður að hugsa vel um barnið, því að ég get ekki. komið hingað fyrst um sinn. Ég þarf að bregða mér til Sussex.“ Jill fylgdi gömlu konunni fram að lyftunni og hugsaði með sér að þetta væri elskulegasta eldri kona er hún hefði nokkru sinni hitt. Á föstudagsmorgni kom dr. Falconby og tilkynnti Söndru að dr. Carrington hefði hringt og sagt að nú mætti hún fara að reyna að

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.