Bergmál - 01.11.1956, Síða 57

Bergmál - 01.11.1956, Síða 57
B E R C M Á L 1956 tylla í fótinn. Sandra tók þessum fréttum ekki með eins mikilli hrifningu og mátt hefði vænta, en ástæðan var sú að fyrsta tilraun hennar hafði dálítið dregið úr henni kjarkinn, vegna óhappsins sem þá gerðist. „Mér finnst gólfið vera alltof nálægt og allt of hart,“ sagði hún í trúnaðarróm við Jill er hún reyndi fyrstu gönguferð sína þvert yfir stofuna, en hún var fljót að losna við þennan kvíða sem þjáði hana fyrstu dagana, og þegar á mánudegi var hún farin að geta gengið sársaukalítið yfir þvert gólfið, studd við handiegg Jill. „Hvenær skyldi ég geta komizt út úr húsinu og geta farið að ganga um garðinn?" sagði Sandra. „En hvað þér eruð óþolinmóð,“ hrópaði Jill. „Þér eruð áreiðan- lega fyrsti sjúklingurinn sem hefur reynt að hlaupa áður en hann gat stigið í fæturna og þér hefðuð þó átt að hafa komizt að raun um. það að Róm var ekki byggð á einum degi, á þeirn tíma er þér voruð að læra að dansa.“ „Já, það var andstyggilegt, allt þetta erfiði og æfingar,11 sagði Sandra hreinskilnislega. „Ég hefði áreiðanlega gefizt upp, ef rúss- neska frúin sem kenndi mér hefði ekki skammað mig á hverjum degi. Hún var hræðileg, sagði að ég væri klunnalegasta og stirð- legasta stúlka sem nokkru sinni hefði reynt að dansa ballet og mér þýddi ekki neitt að reyna að læra það. Maður yrði að vera fæddur dansari. Það gæti enginn lært slíkt, en sú sem hefði slíka meðfædda hæfileika yrði þrátt fyrir það að vinna og vinna. Og hún talaði ekki um þetta við mig á venjulegan hátt. Hún blátt áfram öskraði. Loks missti ég þolinmæðina einn daginn og hrópaði á móti að ég væri fædd ballerina og hún væri bara gömul og lygin norn. Þá gaf hún mér utanundir.“ Sandra hló að minningunni um þetta. „En síðar urðum við vinkonur og löngu seinna fékk ég að heyra það að hún hefði sagt frænku að ég hefði reglulegt lista- mannsskaplyndi." Þær sátu úti við gluggann er Sandra var að segja Jill frá þessum endurminningum sínum. En nú stóðu þær báðar á fætur og Jill hjálpaði henni af stað í áttina að dyrunum. Þær voru næstum komnar fram að dyrum er barið var. Sandra hrópaði hátt: „Kom 55

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.