Bergmál - 01.11.1956, Page 59

Bergmál - 01.11.1956, Page 59
B E R G M Á L 1956 þér að geta hlaupið og þar á eftir gætuð þér ef til vill foyrjað að dansa.“ Jill gekk hljóðlega út úr herberginu og' lokaði dyrunum að.foaki sér. Henni fannst að hér lyki sérstökum þætti í lífi sínu, Þætti sem ávallt yrði tengdur minningunni um Söndru og henni fannst að þegar tjaldið yrði dregið frá næsta þætti þá yrði allt orðið breytt frá því sem það hafði verið hingað til. Strax daginn eftir vissu allir á sjúkrahúsinu að hinn frægi sjúklingur, Sandra St. Just, átti að útskrifast um miðja næstu viku. Dr. Carrington hafði heppnast fullkomlega við uppskurðinn og sumir litu svo á að Broad Meadows myndi vaxa í áliti sem sjúkra- hús eftir að hafa útskrifað sem fullfoata svo frægan sjúkling. Einn daginn hafði Jill frí eftir hádegi og nú var hún ekki iengur hrædd við að skilja Söndru eftir eina. Það var engin hætta á að hún gerði neitt varihugsað, því að nú snerist öll hugsun hennar um það að verða svo fljótt alfoata sem mögulegt var. í þetta skipti var Jill glöð yfir því að eiga frí. Án þess að reyna á nokkúrn hátt að skilgreina tilfinningar sínar fann hún að hún vildi gjarnan vera alein, að hún vildi gjarnan komast burt frá sjúkrahúsinu og hvíla sig. Taugar hennar voru í uppnámi og hún þráði ró og frið. Hún fór í baðfötin sín innan undir fötin, náði sér í hitabrúsa og nokkrar brauðsneiðar og hélt því næst af stað niður að fljótinu, því að hún ætlaði sér að róa yfir að svolitlum hólma, sem var úti á miðju fljóti og hafði alltaf verið eftirlætis dvalarstaður hennar. Stór landareign tilheyrði Broad Meadows og hafði allt landið fylgt með í kaupunum er það var gert að sjúkrafoúsi. Niður frá á milli hæðanna var fljótið breitt og lygnt og þar niður á fljóts- bakkanum voru margir bátar sem starfslið sjúkrahússins hafði yfirráð yfir. Enginn vissi víst með vissu hvaðan hann kom gamli maðurinn, sem hafði eftirlit með bátunum. Hann hét Small og bjó í litlum kofa niður á fljótsbakkanum. Hann lifði á ellilífeyri sínum auk eirihverra smálauna sem hann fékk fyrir að gæta bátanna. 57

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.