Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 60

Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 60
Október — Nóvember B E R G M Á L „Það er fagurt veður í dag, ungfrú,“ sagði hann við Jill. „Tilvalið til að fara í bað eða fá sér smá-róðrartúr.“ „Já, ég hafði hugsað mér að baða mig,“ sagði Jill. „En nú þegar ég er kominn hingað þá langar mig meira til þess að róa yfir að hólmanum og fara þar í sólibað.“ „Hvílíkt sumar, heiðblár himinn og glaða sólskin dag eftir dag, það ætti að nægja til þess að allir menn væru hamingjusamir,“ hugsaði Ji'll er hún settist við árarnar og reri hægt út á sólglamp- andi vatnið. Örlítið andvarp leið frá vörum hennar. Hvers gat maður krafizt fremur af lífinu en þessa, þegar maður auk þess hafði starf með höndum, sem maður þráði mest af öllu. En þótt hún segði þetta við sjálfa sig þá fann hún að það var eitthvað sem á vantaði. Það var ekki allt eins og það átti að vera þegar maður hafði ekki einu sinni löngun til þess að vita hver yrði næsti sjúklingur sem maður þyrfti að stunda. Auðvitað myndi hún sakna Söndru en Sandra myndi halda áfram á sinni eigin lífsbraut, taka upp þráðinn þa-r sem hann hafði slitnað og enn einu sinni leggj a heiminn að fótum sér. Hún myndi gleyma sjúkraihúsinu og hjúkrunarkonunum og öllum þeim, sem hjálpað höfðu til að hún næði fullum bata á ný. Hún myndi gleyma öllum nema einum, því að honum myndi hún ekki fá tækifæri til að gleyma. Minningarnar þrengdu sér fram í hugann. Hún sá Söndru fyrir sér er hún reikaði óstyrk áfram í faðm hins trausta manns, sem hóf hana á loft og hún sá Söndru fyrir sér er hún brosti til Victors Carringtons og hversu Victor Carrington brosti við henni á móti á meðan hann hélt henni í örmum sér. Það var heimskulegt að láta minningarnar angra sig og kvelja sjálfan sig með því að vera að hugsa um það að þau tvö myndu hittast í framtíðinni. Hún ákvað að reyna að afmá úr huga sér mynd þessa manns, sem hún visi að aldrei gæti orðið hennar, en hún fann jafnframt að það myndi ekki verða auðvelt að afmá mynd hans. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.