Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 61

Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 61
B E R G M Á. L 1956 Nú var hún komin að hólmanum. Hún sté upp úr bátnum og batt hann við trjágrein. Stuttu eftir að hún var komin í land hafði hún gengið úr skugga um það að hún var alein í hólmanum og ihaíði hann allan til um- ráða útaf fyrir sig. Hún var þakklát fyrir það að engum öðrum skyldi hafa dottið í hug að róa út að 'hólamnum þennan dag og að lítilli stundu liðinni var hún komin á eftirlætis staðinn sinn í dá- litla laut á bak við stóran runna. Þaðan sem hún sat gat hún virt fyrir sér breiður af gleym-mér-ei niður við bakkann og óteljandi litfögur fiðrildi, sem flögruðu allt í kring. Örlítill niður heyrðist frá fljótinu og loftið var fullt af kvaki og tísti ósýnilegra fugla. Jill hafði leitað að ró og friði og slíkt fann hún hér sannarlega. En hitt gekk henni verr að ýta frá sér þeim hugsunum sem angrað höfðu hana á leiðinni, þær sóttu jafnvel enn fastar á hana nú en nokkru sinni fyrr. Hún sá þetta karlmannlega andlit fyrir sér, tvö blágrá augu, sem gátu verið köld éins og stál en voru þó oftar hlý og björt, viðkvæmnisleg. M'eð ihverjum deginum sem leið fann hún það betur og betur að Judy hafði rétt fyrir sér. Hann var þó aðeins maður og hví skyldi hann fremur en aðrir karlmenn vera tilfinningalaus er annars vegar var fegurð og kvenlegur yndisþokki'. Þegar maður hafði það svo jafnframt í huga að hann hafði gert Söndru full- fríska á ný, þá var ekki óeðlilegt að hugsa sem svo að hann vildi gjarnan eiga einhvern persónulegan þátt í framtíð hennar. Henni fannst hún heyra rödd hans eins og fjarlægt bergmál. „Þér getið haldið áfram að stunda þessar æfingar í London, að sjálfsögðu undir mínu eftirliti.“ „Já, hann myndi geta hitt Söndru í London eins oft og hann sjálfur vildi. Hún myndi búa hjá guðmóður sinni og enda þótt Victor Carrington gleymdi að jafnaði sjúklingum sínum strax er hann hafði útskrifað þá, þá myndi hann ekki gleyma Söndru, því að hann var einkavinur Lady Amanda og heimilisvinur þar og auk þess var eitt enn: Lady Amanda hafði áhuga fyrir að þau næðu saman. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.