Goðasteinn - 01.09.2003, Side 52

Goðasteinn - 01.09.2003, Side 52
Goðasteinn 2003 Fjárkaupaferð til Vestfjarða haustið 1953 Haustið 1953 fóru átta menn undan Eyjafjöllum til fjárkaupa á Vestfjörðum vegna fjárskiptanna, tveir þeirra fóru frá Reykjavík með skipi vestur og keyptu svo lömb í Hólshreppi og Súgandafirði. Það voru þeir Einar Jónsson í Moldnúpi og Einar Oddgeirsson í Eyvindarholti, Einar í Moldnúpi fór síðan með lömbin sem þeir keyptu á skipi til Stykkishólms en þaðan voru þau flutt á bílum austur. Ætlunin hafði verið að fara með þau til Reykjavíkur en vegna þess hversu sjóveður var slæmt þótti það ekki fært, enda voru þau í slæmu ástandi þegar þau voru sett á land í Stykkishólmi. Hinir sex fóru á bílum vestur að ísafjarðardjúpi, það voru Björn Gissurarson Drangshlíð, Eyjólfur Þorsteinsson Hrútafelli, Árni Jónasson Ytri-Skógum, Leifur Einarsson Nýjabæ, Kjartan Ólafsson Eyvindarholti og sá er þetta ritar, Guðjón Ólafsson Syðstu-Mörk. Kaupin fóru fram seinni hluta september á þeim tíma sem fyrstu réttir voru haldnar. Réttirnar voru viku seinna sumstaðar á svæðinu, þess vegna tóku kaupin og flutningarnir lengri tíma en annars hefði þurft að vera, hefði alls staðar verið smalað og réttað á sama tíma. Við ókum vestur laugardaginn 19. september á tveimur Willisjeppum, ég ók öðrum en Árni í Skógum hinum. Við fórum um Þingvelli, Uxahryggi, Bröttu- brekku, Gilsfjörð og Þorskafjarðarheiði. Vegir voru víða slæmir, ekki síst á Þorskafjarðarheiðinni og því seinfarið, það var nú raunar varla hægt að segja að þar væri vegur heldur grýttir troðningar. Við komum að Arngerðareyri um dimmumótin, lengra varð ekki komist á bílunum. Að vísu var þá orðið bílfært að Eyri við ísafjörð en það var bara úrleiðis að fara þangað þó að þar byrjaði nú samt svæðið sem við máttum kaupa lömbin á. Á Arngerðareyri fengum við gistingu og biðum þar, þar til síðari hluta næsta dags en þá kom Páll í Þúfum þangað á mótorbát sem hann hafði fengið leigðan frá Isafirði til þess að flytja okkur þangað sem við áttum að byrja að kaupa eða réttara sagt í námunda við þá staði. Þaðan urðum við svo að ganga þangað sem fjákaupin skyldu byrja. Arngerðareyri var á þessum tíma einskonar samgöngumiðstöð fyrir Inndjúpið og þá sem fóru með bifreiðum frá Djúpinu til annarra landshluta. Þaðan voru áætlunarferðir rútubíla til Reykjavíkur sem voru í tengslum við áætlunarferðir Djúpbátsins, þar var bryggja og þar hafði verið verslunarútibú frá verslun á Isafirði, bóndi á Arngerðareyri var Halldór Jónsson. Meðan við biðum eftir Páli og bátnum ræddum við um hvernig heppilegast væri að standa að kaupunum, ekki síst hrútakaupunum. Við vissum að féð var misjafnlega vel ræktað á svæðinu. Þarna var búið að kaupa líflömb áður í nokkur -50-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.