Goðasteinn - 01.09.2003, Page 56

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 56
Goðasteinn 2003 þriðja dag. Við fylgdum því inn í Reykjarfjarðarhrepp, en tókum svo þátt í að safna saman lömbum sem Arni hafði keypt þar og áttu líka að rekast inn að Eyri. Þá voru þeir sem fóru í Mjóafjörðinn búnir að kaupa þar og Björn og Leifur farnir út í Súðavíkurhrepp en Eyjólfur kominn til liðs við Arna í innri hluta Reykjarfjarðarhrepps. Þá var ekki eftir að kaupa annars staðar en í ytri hluta Ögurhrepps þ. e. í Skötufirði og nokkuð í útdjúpinu. Þar höfðu Einar í Eyvindar- holti og Björn í Drangshlíð orðið eftir til þess að kaupa það sem þar var eftir. Akveðið hafði verið að ég færi einn í Skötufjörðinn. Hinir fjárkaupamennirnir fóru heim. Eg hafði gist í Þúfum í besta yfirlæti, lagði síðan af stað þaðan gangandi en kom að Skálavík og fékk þar flutning vestur yfir Mjóafjörð. Gekk síðan að Laugabóli og gisti þar, fór svo næsta dag að Hjöllum í Skötufirði. Þar voru átta bæir í byggð, Skarð, Hjallar, Kálfavík, og Borg austanmegin fjarðarins en Kleifar, Eyri, Litlibær og Hvítanes vestanmegin, á þessum bæjum voru lömb til sölu nema Kleifum en þar var bóndinn nýbyrjaður búskap og átti því ekki lömb til að selja. Allir voru líka jákvæðir um að vilja selja eins mikið og þeir máttu missa, þó ekki fengju þeir mikið meira fyrir lömbin en þeir gátu fengið með því að Iáta þau í sláturhús. Þarna var til bátur á hverjum bæ og voru þeir notaðir til þess að róa til fiskjar, því stundum var hægt að fá fisk í firðinum, en svo var líka mikil þörf á að hafa bát til þess að komast á milli bæja því vegalengdir voru miklar ef fara þurfti inn fyrir fjarðarbotn og sumstaðar voru gönguleiðir illar, að minnsta kosti á vetrum. Sérstaklega þótti Fossahlíð sem er á milli Hjalla og Kálfavíkur bæði löng og erfið bæjarleið. Eg keypti svo lömb þarna á bæjunum á næstu tveimur dögunum, fyrst á Skarði og Hjöllum, fékk síðan bát með mig frá Hjöllum að Kálfavík, keypti þar og á Borg, gisti svo í Kálfavík, var svo fluttur á bát næsta morgun vestur yfir fjörðinn að Eyri, gekk svo þaðan að Litlabæ og kláraði þann dag að kaupa það sem eftir var í firðinum. Sími var kominn þama á alla bæi svo að hægt var að láta vita hvenær maður myndi koma, enda var víðast búið að reka féð í rétt þegar komið var. Ef svo var ekki hjálpaði maður til við að reka inn. Allt gekk þetta vel fyrir sig. Þama var líka búið að kaupa líflömb ár eftir ár og því mátti segja að fólkið á bæjunum væri þessu vant og það vissi að þetta þurfti að ganga greiðlega svo að allt stæðist áætlun. Allir voru líka jákvæðir um að vilja selja eins mikið og þeir máttu missa, þó ekki fengju þeir mikið meira fyrir lömbin en þeir gátu fengið með því að láta þau í sláturhús. -54-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.