Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 56
Goðasteinn 2003
þriðja dag. Við fylgdum því inn í Reykjarfjarðarhrepp, en tókum svo þátt í að
safna saman lömbum sem Arni hafði keypt þar og áttu líka að rekast inn að Eyri.
Þá voru þeir sem fóru í Mjóafjörðinn búnir að kaupa þar og Björn og Leifur
farnir út í Súðavíkurhrepp en Eyjólfur kominn til liðs við Arna í innri hluta
Reykjarfjarðarhrepps. Þá var ekki eftir að kaupa annars staðar en í ytri hluta
Ögurhrepps þ. e. í Skötufirði og nokkuð í útdjúpinu. Þar höfðu Einar í Eyvindar-
holti og Björn í Drangshlíð orðið eftir til þess að kaupa það sem þar var eftir.
Akveðið hafði verið að ég færi einn í Skötufjörðinn. Hinir fjárkaupamennirnir
fóru heim.
Eg hafði gist í Þúfum í besta yfirlæti, lagði síðan af stað þaðan gangandi en
kom að Skálavík og fékk þar flutning vestur yfir Mjóafjörð. Gekk síðan að
Laugabóli og gisti þar, fór svo næsta dag að Hjöllum í Skötufirði.
Þar voru átta bæir í byggð, Skarð, Hjallar, Kálfavík, og Borg austanmegin
fjarðarins en Kleifar, Eyri, Litlibær og Hvítanes vestanmegin, á þessum bæjum
voru lömb til sölu nema Kleifum en þar var bóndinn nýbyrjaður búskap og átti
því ekki lömb til að selja.
Allir voru líka jákvæðir um að vilja selja eins mikið og þeir máttu
missa, þó ekki fengju þeir mikið meira fyrir lömbin en þeir gátu fengið
með því að Iáta þau í sláturhús.
Þarna var til bátur á hverjum bæ og voru þeir notaðir til þess að róa til fiskjar,
því stundum var hægt að fá fisk í firðinum, en svo var líka mikil þörf á að hafa
bát til þess að komast á milli bæja því vegalengdir voru miklar ef fara þurfti inn
fyrir fjarðarbotn og sumstaðar voru gönguleiðir illar, að minnsta kosti á vetrum.
Sérstaklega þótti Fossahlíð sem er á milli Hjalla og Kálfavíkur bæði löng og erfið
bæjarleið. Eg keypti svo lömb þarna á bæjunum á næstu tveimur dögunum, fyrst á
Skarði og Hjöllum, fékk síðan bát með mig frá Hjöllum að Kálfavík, keypti þar
og á Borg, gisti svo í Kálfavík, var svo fluttur á bát næsta morgun vestur yfir
fjörðinn að Eyri, gekk svo þaðan að Litlabæ og kláraði þann dag að kaupa það
sem eftir var í firðinum.
Sími var kominn þama á alla bæi svo að hægt var að láta vita hvenær maður
myndi koma, enda var víðast búið að reka féð í rétt þegar komið var. Ef svo var
ekki hjálpaði maður til við að reka inn. Allt gekk þetta vel fyrir sig. Þama var líka
búið að kaupa líflömb ár eftir ár og því mátti segja að fólkið á bæjunum væri
þessu vant og það vissi að þetta þurfti að ganga greiðlega svo að allt stæðist
áætlun. Allir voru líka jákvæðir um að vilja selja eins mikið og þeir máttu missa,
þó ekki fengju þeir mikið meira fyrir lömbin en þeir gátu fengið með því að láta
þau í sláturhús.
-54-