Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 58
Goðasteinn 2003
látin á bílana úr rekstrunum. Bílarnir sem þarna biðu voru því einum fleiri en
þurfti til þess að flytja þau suður. Einn bíllinn fór því tómur heim, hann hefir
sjálfsagt fengið ferðina borgaða eins og hinir, að minnsta kosti heyrði ég ekki að
nokkur eftirmál hefðu orðið út af því.
Þegar búið var að láta á fjóra bíla lögðu þeir af stað og höfðu samflot. Þeir fóru
Þorskafjarðarheiði, Bröttubrekku, Uxahryggi og síðan eins og leið lá suður og
austur undir Eyjafjöll. Þegar lömbin voru öll komin á bflana var komið undir
kvöld svo að Ijóst var að þetta yrði að meirihluta næturakstur en ekki var fengist
um það, heldur haldið áfram sjálfsagt með litlum hvíldum. Þetta var slæm með-
ferð á lömbunum, þarna hefði þurft að koma þeim á haga þegar þau voru tekin úr
bátunum og flytja þau svo ekki austur fyrr en daginn eftir, en um slíkt var ekki að
ræða.
... þegar við vorum á hálsinum ofan við Brattabrekku á vesturleið
mættum við hópi ríðandi manna. Einn þeirra var vel við skál, hann vék
fyrir fyrri jeppanum en tók ekki eftir að bflarnir voru tveir og fór inn á
veginn fyrir framan seinni bflinn.
Við Einar og Björn fórum svo heim á jeppanum um nóttina á eftir lambaflutn-
ingabflunum, jeppinn hafði verið geymdur á Arngerðareyri meðan við vorum í
kaupunum. Eitthvað fórum við seinna á stað en þeir, höfum líklega fengið okkur
mat áður en við lögðum upp í ferðina, en þegar við vorum nýlega komnir austur
fyrir Þorskafjarðarheiði var orðið aldimmt og skömmu seinna biluðu bremsurnar
á jeppanum. Þá hafði farið í sundur rör, svo að bremsuvökvinn tæmdist af kerfinu.
Þá var ekki annað en handbremsan eftir til að treysta á. Bílaverkstæði var ekki
þarna í námunda og nóttin fór í hönd en okkur fannst að við þyrftum nauðsynlega
að komast heim sem allra fyrst því að væntanlega yrði farið að undirbúa skiptin á
lömbunum næsta dag, svo að okkur kom saman um að halda áfram, umferð yrði
mjög lítil um nóttina og óvíst hvernig gengi að fá þessa bilun viðgerða næsta dag.
Það var því ekið alla leið heim um nóttina, farið var gætilega, ef bíll kom á móti
var stöðvað meðan hann fór framhjá. Við komum við í Hreðavatnsskála og feng-
um þar hressingu en þar var opið þessa nótt vegna lambaflutninganna. Það kom
sér mjög vel fyrir okkur, annars var ekið að mestu hvfldarlaust og ekki komið
heim fyrr en kominn var bjartur dagur.
Heppilegt var að bilunin skyldi verða á heimleiðinni en ekki leiðinni vestur,
því að þegar við vorum á hálsinum ofan við Bröttubrekku á vesturleið mættum
við hópi ríðandi manna. Einn þeirra var vel við skál, hann vék fyrir fyrri jepp-
anum en tók ekki eftir að bílarnir voru tveir og fór inn á veginn fyrir framan
-56-