Goðasteinn - 01.09.2003, Page 59

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 59
Goðasteinn 2003 seinni bflinn. Mér tókst að forða því að aka á hestinn en það mátti engu muna og þar bjargaði að við vorum ekki á neinum hraðakstri og bremsurnar voru þá í góðu lagi; Á meðan við vorum í þessari fjárkaupaferð voru fjórir menn sendir til fjár- kaupa fyrir Eyfellinga í sunnanverðum Borgarfirði. Það voru þeir Jón Sigurðsson í Eyvindarhólum, Sigurjón Sigurgeirsson í Hlíð, Sigurjón Ólafsson á Efstu-Grund og Ragnar Guðmundsson á Núpi. Þeir fóru nokkuð um í fjórum eða fimrn hrepp- um í sunnanverðri Borgarfjarðarsýslu en fengu ekki nema fátt á hverjum stað vegna þess að þar vom fjárskipti nýlega um garð gengin og bændur ekki búnir að koma fjárstofni sínum upp að fullu. Samt fengust þar um 400 lömb, og voru þau mun vænni en Vestfjarðalömbin. Lömbunum hafði verið safnað sarnan í girðingu í brekkunum í Hvammi og geymd þar þangað til allt var komið suður, en þá var liðinn um hálfur mánuður frá því að við fjárkaupamenn höfðum lagt af stað vestur. Magnús Sigurjónsson bóndi í Hvammi sá um að taka á móti lömbunum, oft að næturlagi, og að bólusetja þau gegn bráðapest. Næsta verkefni var að skipta lömbunum milli þeiiTa sem rétt áttu til að fá þau keypt. Þau voru nú rekin snemma morguns úr girðingunni í Hvammi út í Seljalandsréttir. Þar var þeim fyrst skipt milli hreppanna tveggja. Austur-Ey- fellingar fengu í sinn hlut 1106 lömb. Þeir fluttu sín lömb á bílum austur jafn- óðum og skipt var. En hjá Vestur-Eyfellingum komu til skipta 1658 lömb. Þau voru geymd í gerðinu við réttirnar til næsta dags en þá var þeim svo skipt milli bæjanna í hreppnum eftir þeim hlutföllum sem hverjum og einum bar, en það byggðist á því hversu margt fé menn höfðu átt fyrir niðurskurðinn, enda hefði það verið talið fram á skattframtali unr næstu áramót áður en skorið var niður. Búnar höfðu verið til 30 eða rúmlega 30 litlar stíur í almenningnum í réttunum, og voru þær númeraðar. í fyrstu umferð voru látnar átta gimbrar í hverja stíu. Reynt var að hafa sem jafnast í þeim þannig að þar væri bæði eitthvað af betri lömbum og einnig eitthvað af lakari lömbum. Settir voru tveir eða þrír fjárglöggir menn til að sjá um að ekki væri misjafnt í stíunum. Síðan var dregið urn þær. Þegar búið var að afgreiða tvisvar úr þessum 30 stíum höfðu allir fengið eitthvað. Þá var farin önnur umferð. Þannig var tekin hver umferðin af annarri þar til búið var að skipta öllum gimbrunum. Hrútunum var skipt þannig að fyrst voru valdir þeir álitlegustu, jafnmargir og bæirnir í hreppnum, þar sem sauðfé var skorið niður, og dregið um þá, en í næstu umferð þeir hrútar sem taldir voru næstbestir og þannig haldið áfram þar til að allir voru gengnir út. Meðalverð lambanna sem keypt voru fyrir Eyfellinga haustið 1953 var kr. 252.90 + 25.00 sem var kostnaður við fjárkaupin, geymslu og skipti. -57-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.