Goðasteinn - 01.09.2003, Page 60

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 60
Goðasteinn 2003 Fjárkaupaferð haustið 1954 Sunnudaginn 19. september 1954 lögðum við á stað fjórir Eyfellingar vestur að Isafjarðardjúpi til þess að kaupa lömb fyrir bændur undir Eyjafjöllum vegna niðurskurðarins haustið 1952, en þeir höfðu ekki fengið nema nimlega helming þeirra lamba haustið 1953 sem þeir áttu rétt til eftir því sem fjárskiptalög og reglur gerðu ráð fyrir. Þeir sem fóru í þessa ferð voru Arni Jónasson í Ytri-Skóg- um, Eyjólfur Þorsteinsson á Hrútafelli, Sigurður Eiríksson í Indriðakoti og ég sem þetta rita. Einnig fóru þeir Einar Oddgeirsson í Dalsseli og Björn Gissurarson í Drangshlíð vestur með skipi, og keyptu þeir í Suðureyrar-, Hóls- og Eyrar- hreppum. Arni í Skógum ók okkur sem fórum landleiðina vestur á Willisjeppa. Fyrsta daginn fórum við í Búðardal og gistum þar en næsta dag vorum við komnir kl. 2 að Arngerðareyri. Nú var vegurinn kominn út með Isafirðinum að sunnan svo við fórum á jeppanum út að Vogum, en þangað kom Páll í Þúfum til að ræða við okkur um fyrirkomulag á kaupunum og flutningi lambanna. Við fórum svo til baka og gistum á Arngerðareyri. Næsta dag, þriðjudaginn 21. sept., fór Árni aftur að Vogum á jeppanum en hann átti að kaupa í eystri hluta Reykjarfjarðarhrepps eins og hann hafði gert 1953. Þá kom svo líka mótorbátur sem flutti okkur hina inn á svæðið þar sem við áttum að byrja að kaupa. Sigurður og Eyjólfur fóru í land á Látrum í Mjóafirði en ég í Ögri. Þeir áttu fyrst að kaupa í ytri hluta Reykjarfjarðarhrepps, þ.e. beggja megin við Mjóafjörðinn. Síðan voru lömbin þaðan rekin inn að Eyri við ísafjörð og látin þar á bílana sem fluttu þau suður. Þegar því var lokið fóru þeir til liðs við Árna og hjálpuðu honum að klára kaupin í innri hluta hreppsins. Síðan fóru þeir allir með Djúpbátnum til Isafjarðar 25. sept, og keyptu lömb í Súðavíkurhreppnum sem þcir fóu svo með á bátum inn á Arngerðareyri þar sem þau voru látin á bílana. Svo fóru þeir heim. Inn í skagann milli Mjóafjarðar og Skötufjarðar ganga tveir dalir, Ögurdalur vestar upp frá Ögurvík en Laugadalur austar. Hann dregur nafn af laugum sem þar eru m.a. í túninu á Laugabóli. í dalnum eru tvö stöðuvötn, Laugabólsvatn neðar en Efstadalsvatn ofar. Frá þeim rennur á til sjávar og í henni er foss skammt fyrir ofan fjöruna. Hann var gerður laxgengur og síðan er nokkur laxveiði í ánni. Vestan við dalinn er nokkuð hár fjallgarður sem nær þó ekki alla leið norður til sjávar en austan dalsins er fremur lágt fjall eða háls. Syðsti bærinn í dalnum var Efstidalur. Hann var kominn í eyði og land hans lagt undir Laugaból sem er nú og hefir löngum verið mesta jörðin í dalnum. Hún er vestan árinnar og Blámýrar neðar en Strandsel niður við sjóinn. Austan árinnar eru Birnustaðir syðst, síðan Hrafnabjörg og Hagakot nyrst. Þessar sex jarðir voru allar í byggð 1954, og á þessum bæjum öllum voru lömb til sölu. -58-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.