Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 60
Goðasteinn 2003
Fjárkaupaferð haustið 1954
Sunnudaginn 19. september 1954 lögðum við á stað fjórir Eyfellingar vestur
að Isafjarðardjúpi til þess að kaupa lömb fyrir bændur undir Eyjafjöllum vegna
niðurskurðarins haustið 1952, en þeir höfðu ekki fengið nema nimlega helming
þeirra lamba haustið 1953 sem þeir áttu rétt til eftir því sem fjárskiptalög og
reglur gerðu ráð fyrir. Þeir sem fóru í þessa ferð voru Arni Jónasson í Ytri-Skóg-
um, Eyjólfur Þorsteinsson á Hrútafelli, Sigurður Eiríksson í Indriðakoti og ég sem
þetta rita. Einnig fóru þeir Einar Oddgeirsson í Dalsseli og Björn Gissurarson í
Drangshlíð vestur með skipi, og keyptu þeir í Suðureyrar-, Hóls- og Eyrar-
hreppum.
Arni í Skógum ók okkur sem fórum landleiðina vestur á Willisjeppa. Fyrsta
daginn fórum við í Búðardal og gistum þar en næsta dag vorum við komnir kl. 2
að Arngerðareyri. Nú var vegurinn kominn út með Isafirðinum að sunnan svo við
fórum á jeppanum út að Vogum, en þangað kom Páll í Þúfum til að ræða við
okkur um fyrirkomulag á kaupunum og flutningi lambanna. Við fórum svo til
baka og gistum á Arngerðareyri. Næsta dag, þriðjudaginn 21. sept., fór Árni aftur
að Vogum á jeppanum en hann átti að kaupa í eystri hluta Reykjarfjarðarhrepps
eins og hann hafði gert 1953. Þá kom svo líka mótorbátur sem flutti okkur hina
inn á svæðið þar sem við áttum að byrja að kaupa. Sigurður og Eyjólfur fóru í
land á Látrum í Mjóafirði en ég í Ögri. Þeir áttu fyrst að kaupa í ytri hluta
Reykjarfjarðarhrepps, þ.e. beggja megin við Mjóafjörðinn. Síðan voru lömbin
þaðan rekin inn að Eyri við ísafjörð og látin þar á bílana sem fluttu þau suður.
Þegar því var lokið fóru þeir til liðs við Árna og hjálpuðu honum að klára kaupin í
innri hluta hreppsins. Síðan fóru þeir allir með Djúpbátnum til Isafjarðar 25. sept,
og keyptu lömb í Súðavíkurhreppnum sem þcir fóu svo með á bátum inn á
Arngerðareyri þar sem þau voru látin á bílana. Svo fóru þeir heim.
Inn í skagann milli Mjóafjarðar og Skötufjarðar ganga tveir dalir, Ögurdalur
vestar upp frá Ögurvík en Laugadalur austar. Hann dregur nafn af laugum sem þar
eru m.a. í túninu á Laugabóli. í dalnum eru tvö stöðuvötn, Laugabólsvatn neðar
en Efstadalsvatn ofar. Frá þeim rennur á til sjávar og í henni er foss skammt fyrir
ofan fjöruna. Hann var gerður laxgengur og síðan er nokkur laxveiði í ánni.
Vestan við dalinn er nokkuð hár fjallgarður sem nær þó ekki alla leið norður til
sjávar en austan dalsins er fremur lágt fjall eða háls. Syðsti bærinn í dalnum var
Efstidalur. Hann var kominn í eyði og land hans lagt undir Laugaból sem er nú og
hefir löngum verið mesta jörðin í dalnum. Hún er vestan árinnar og Blámýrar
neðar en Strandsel niður við sjóinn. Austan árinnar eru Birnustaðir syðst, síðan
Hrafnabjörg og Hagakot nyrst. Þessar sex jarðir voru allar í byggð 1954, og á
þessum bæjum öllum voru lömb til sölu.
-58-