Goðasteinn - 01.09.2003, Side 63

Goðasteinn - 01.09.2003, Side 63
Goðasteinn 2003 að hýrast í eyðibænum, þetta gerðum við, komum að Vogum skömmu fyrir hátta- tíma, þar fengum við hinar ágætustu viðtökur og góðgerðir, sátum svo í besta yfir- læti fram á nótt, okkur var boðin gisting en þáðum hana ekki þar sem við þurftum að vera til taks strax með birtingu til þess að líta eftir lömbunum. Bflarnir sem taka áttu lömbin höfðu verið á Arngerðareyri um nóttina, þeir komu svo snemma morguns og var þá rekið inn og síðan látið á bílana. Þegar því var lokið lagði ég af stað sömu leið til baka ásamt Rögnu á Laugabóli en einhverj- um erindum þurfti Guðjón á Laugabóli að sinna þarna innfrá svo að hann fór ekki heim strax með okkur. Þennan dag var veðrið eins og það getur best verið að hausti til. Það var því skemmtilegt að ríða þessa fögru leið í rólegheitum í blíðunni, Ragna var líka ágætur ferðafélagi. Hún sagði mér margt fróðlegt um sveitina og atburði sem þar höfðu gerst. Við komum inn á tveimur eða þremur bæjum sem á leið okkar urðu og þáðum þar veitingar, við þurftum líka á því að halda, eins og ævinlega í öllum þessum ferðum. Ég fékk alls staðar góðar móttökur hvar sem ég kom í þessum fjárkaupaferðum og hef ekki annað en góðar minningar um þær og viðskiptin við allt það fólk sem ég kynntist þarna. Þegar við komum að Laugabóli var dagur að kvöldi kominn. Þar gisti ég um nóttina, fór síðan næsta dag út að Hjöllum í Skötufirði en kom við í Ögri til þess að skila hestinum sem Hafliði hafði lánað mér, gekk þaðan út í Skötufjörð, gisti svo á Hjöllum, keypti síðan næsta dag lömb á Skarði hjá Jóhannesi og á Hjöllum hjá Pétri, fékk síðan vélbát sem þar var til að skjóta mér inn að Kálfavík, gekk svo að Borg og keypti hjá Guðmundi en fór aftur að Kálfavík og gisti þar. Þegar ég ætlaði að fara að vigta lömbin hjá Guðröði í Kálfavík sagði hann: „Það verður nú færra sem ég get selt en ég hefði viljað þar sem mig vantar 12 ær, hann Guð- mundur á Borg nágranni minn fór í gær upp á fjall með þrjá hunda og sigaði þeim svo í allar áttir, ég býst helst við að hann hafi tætt þær allar ofan fyrir þessar ær sem mig vantar.“ Eftir að ég hafði vigtað lömbin í Kálfavík var ég fluttur vestur yfir fjörðinn að Eyri. Þá var besta veður eins og undanfarna daga. Ég vigtaði svo og valdi lömb á bæjunum vestan megin fjarðarins þennan dag og þar með hafði ég lokið við að kaupa það sem mér var ætlað. A tveimur bæjum í Ögurhreppi keyptu aðrir. Það voru Þernuvík sem átti betur samleið með bæjum í Reykjarfjarðarhreppi og Vigur en þar keyptu þeir sem verið höfðu að kaupa í Súðavíkur- eða Eyrarhreppum. Daginn eftir voru lömbin úr Skötufirðinum flutt á bát inn að Arngerðareyri og látin þar á bílana sem fluttu þau suður. Ég gisti svo á Arngerðareyri næstu nótt en tók síðan á móti lömbum sem komu með bát utan úr Djúpi og hjálpaði til við að láta þau á bíla daginn eftir en fór svo -61-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.