Goðasteinn - 01.09.2003, Side 68
Goðasteinn 2003
a.m.k. fara engar sögur af því að hann hafi iðkað þessa íþrótt eftir að hann gerðist
prestur hér eystra. Strax að prófi loknu flutti Benedikt að Kálfholti í Holtum til
frænda síns séra Brynjólfs Guðmundssonar, hann var sonur séra Guðmundar
Bergssonar í Kálfholti, en hann var bróðir Benedikts í Árnanesi, föðurafa séra
Benedikts. Kona séra Guðmundar var Sólveig Brynjólfsdóttir prests á Kálfafells-
stað Guðmundssonar, en hann var bróðir séra Magnúsar á Hallormsstað tengda-
föður Jóns Helgasonar sýslumanns. Kona séra Brynjólfs í Kálfholti var Málfríður
Benediktsdóttir systir Eiríks á Hoffelli.
Haustið 1832 gekk Benedikt svo í hjónaband með frændkonu sinni Málfríði
Brynjólfsdóttur prests Guðmundssonar, hún var fjórum árum eldri en hann f. 18.
júlí 1802. í nóvember 1833 vígðist hann aðstoðarprestur til tengdaföður síns. Því
embætti gegndi hann til ársins 1848, en árið áður fékk hann veitingu fyrir Efri-
Holtaþingum. Hann tók við búi í Kálfholti árið 1840, en flutti að Guttormshaga
árið 1848. Þar bjó hann í 36 ár allt til 1884 er fékk hann lausn frá embætti, hafði
hann þá verið þjónandi prestur í rúm 50 ár.
Þeim hjónum séra Benedikt og Málfríði varð alls 10 barna auðið, en aðeins tvö
þau elstu komust til fullorðins ára, Málfríður og Eiríkur. Hin dóu flest á fyrsta eða
öðru ári, ein dóttir dó tveggja ára, önnur tæplega 5 ára og svo drengur, Brynjólfur
að nafni, sem dó af slysförum tæpra 5 ára gamall. Þetta bar þannig til að hann var
að leik með bróður sínum, sem þá var tólf ára. Hafði hann byggt sér hús eins og
krökkum er títt og var inni í húsinu, en rak sig þá utan í vegginn með þeim afleið-
ingum að einn steinninnn losnaði og valt niður brekku, en svo slysalega vildi til
að hann lenti á höfðinu á Brynjólfi litla og beið hann samstundis bana. Ýmsar
sagnir hafa gengið um þetta slys, t.d. segir í sagnaþáttum Elíasar Halldórssonar að
klettur hafi fallið úr klettabelti á túninu og drengurinn orðið undir honum og jafn-
vel hef ég heyrt því haldið fram að jarðfastur steinn hafi skyndilega losnað með
áðurgreindum afleiðingum. En ég fer hér eftir frásögn móður minnar sem hafði
þetta eftir ömmu sinni Málfríði dóttur séra Benedikts og hún mátti gerst um þetta
vita.
Þessi atburður varð 18. nóvember 1846. Ári seinna fékk séra Benedikt veitingu
fyrir Efri-Holtaþingum og mun þessi atburður hafa valdið miklu um það að séra
Benedikt sótti frá Kálfholti. Ég hef heyrt eftir áður greindum heimildum að tveir
voveiflegir atburðir hafi komið fyrir séra Benedikt á lífsleiðinni. Hið fyrra var
þegar fylgdarmaður hans drukknaði í Þykkvabæjarvötnum og hann sjálfur var
hætt kominn. Maður þessi hét Jón Ólafsson og var bóndi í Borgartúni. Þetta varð
2. desember 1844. í sagnaþáttum Elíasar Halldórssonar er sá sem drukknaði
nefndur Árni Jónsson, en maður með því nafni drukknaði í júlí 1839 og það getur
ekki átt hér við.
Annað slys sem séra Benedikt var vottur að, var þegar hann kom gestkomandi
-66-