Goðasteinn - 01.09.2003, Page 68

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 68
Goðasteinn 2003 a.m.k. fara engar sögur af því að hann hafi iðkað þessa íþrótt eftir að hann gerðist prestur hér eystra. Strax að prófi loknu flutti Benedikt að Kálfholti í Holtum til frænda síns séra Brynjólfs Guðmundssonar, hann var sonur séra Guðmundar Bergssonar í Kálfholti, en hann var bróðir Benedikts í Árnanesi, föðurafa séra Benedikts. Kona séra Guðmundar var Sólveig Brynjólfsdóttir prests á Kálfafells- stað Guðmundssonar, en hann var bróðir séra Magnúsar á Hallormsstað tengda- föður Jóns Helgasonar sýslumanns. Kona séra Brynjólfs í Kálfholti var Málfríður Benediktsdóttir systir Eiríks á Hoffelli. Haustið 1832 gekk Benedikt svo í hjónaband með frændkonu sinni Málfríði Brynjólfsdóttur prests Guðmundssonar, hún var fjórum árum eldri en hann f. 18. júlí 1802. í nóvember 1833 vígðist hann aðstoðarprestur til tengdaföður síns. Því embætti gegndi hann til ársins 1848, en árið áður fékk hann veitingu fyrir Efri- Holtaþingum. Hann tók við búi í Kálfholti árið 1840, en flutti að Guttormshaga árið 1848. Þar bjó hann í 36 ár allt til 1884 er fékk hann lausn frá embætti, hafði hann þá verið þjónandi prestur í rúm 50 ár. Þeim hjónum séra Benedikt og Málfríði varð alls 10 barna auðið, en aðeins tvö þau elstu komust til fullorðins ára, Málfríður og Eiríkur. Hin dóu flest á fyrsta eða öðru ári, ein dóttir dó tveggja ára, önnur tæplega 5 ára og svo drengur, Brynjólfur að nafni, sem dó af slysförum tæpra 5 ára gamall. Þetta bar þannig til að hann var að leik með bróður sínum, sem þá var tólf ára. Hafði hann byggt sér hús eins og krökkum er títt og var inni í húsinu, en rak sig þá utan í vegginn með þeim afleið- ingum að einn steinninnn losnaði og valt niður brekku, en svo slysalega vildi til að hann lenti á höfðinu á Brynjólfi litla og beið hann samstundis bana. Ýmsar sagnir hafa gengið um þetta slys, t.d. segir í sagnaþáttum Elíasar Halldórssonar að klettur hafi fallið úr klettabelti á túninu og drengurinn orðið undir honum og jafn- vel hef ég heyrt því haldið fram að jarðfastur steinn hafi skyndilega losnað með áðurgreindum afleiðingum. En ég fer hér eftir frásögn móður minnar sem hafði þetta eftir ömmu sinni Málfríði dóttur séra Benedikts og hún mátti gerst um þetta vita. Þessi atburður varð 18. nóvember 1846. Ári seinna fékk séra Benedikt veitingu fyrir Efri-Holtaþingum og mun þessi atburður hafa valdið miklu um það að séra Benedikt sótti frá Kálfholti. Ég hef heyrt eftir áður greindum heimildum að tveir voveiflegir atburðir hafi komið fyrir séra Benedikt á lífsleiðinni. Hið fyrra var þegar fylgdarmaður hans drukknaði í Þykkvabæjarvötnum og hann sjálfur var hætt kominn. Maður þessi hét Jón Ólafsson og var bóndi í Borgartúni. Þetta varð 2. desember 1844. í sagnaþáttum Elíasar Halldórssonar er sá sem drukknaði nefndur Árni Jónsson, en maður með því nafni drukknaði í júlí 1839 og það getur ekki átt hér við. Annað slys sem séra Benedikt var vottur að, var þegar hann kom gestkomandi -66-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.