Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 70
Goðasteinn 2003
og síðan hvert af öðru, alls urðu börn þeirra níu. Málfríður hrökklaðist síðan af
heimilinu fyrst um stundarsakir, en síðan endanlega. Börn þeirra Málfríöar urðu
alls sex. Arið 1882 hætti Magnús að búa og fluttist til Hafnarfjarðar, stundaði þar
járnsmíðar. Sigríður flutti þangað til hans og bjuggu þau þar saman þau ár sem
Magnús átti ólifuð. Hann lést árið 1889, 58 ára gamall.
Eiríkur sonur séra Benedikts var alla tíð vinnumaður hjá föður sínum. Sumarið
1868 fór hann út að Hjálmholti í Flóa í kunningjaheimsókn. Þegar hann kom að
ferjustaðnum Króta var ferjumaðurinn ekki kominn, þegar hann kom að ánni
utanmegin, en hann var þá ekkert að bíða heldur lagði út í ána og ætlaði að sund-
ríða, en þegar ferjumaðurinn kom að ánni, voru maður og hestur horfinn. Hestur-
inn fannst rekinn einhvers staðar niður í Flóa að mig minnir, en lík Eiríks fannst
aldrei. Eiríkur átti unnustu Olöfu Jónsdóttur frá Akbraut Einarssonar. Hún
eignaðist dóttur mánuði eftir að Eiríkur drukknaði, hún hlaut nafnið Eyfríður.
Vorið eftir að Eyfríður fæddist fór Ólöf móðir hennar í brúðkaupsveislu upp á
Land. Hesturinn sem hún reið hrökk skyndilega við þegar fugl flaug upp og hún
féll af baki og hryggbrotnaði. Hún lést skömmu síðar þetta vor 1869. Eyfríður
dóttir Eiríks og Ólafar ólst upp hjá afa sínum og ömmu meðan hennar naut við
allt til fullorðins ára. Sólveig dóttir Málfríðar og Magnúsar ólst að miklu leyti upp
þar líka og fleiri börn ólust þar upp.
Málfríður kona séra Benedikts lést 10. júní 1872, vantaði þá mánuð í að verða
sjötug. Hún var talin ágætis kona. Eftir þetta bjó séra Benedikt með ráðskonu.
Ráðskonan var Halldóra Halldórsdóttir frá Vatnagarði á Landi. Halldóra giftist
árið 1880 Páli Finnssyni frá Stúfholti, sem var ráðsmaður séra Benedikts. Þegar
séra Benedikt lét af embætti árið 1884 flutti hann að Saurbæ þar sem þau Páll og
Halldóra tóku við búi og í skjóli þeirra lifði hann það sem eftir var, alls 19 ár. Séra
Benedikt lést 4. maí 1903, var þá 96 ára og misseri betur.
Málfríður dóttir séra Benedikts var lengi í vinnumennsku eftir að hún fór frá
Ketilsstöðum, en síðan lengi í skjóli dætra sinna, fyrst í Nefsholti hjá Sólveigu, en
síðan í Snjallsteinshöfða hjá Halldóru og þar lést hún 19. desember 1925, 92 ára.
Þá skal að lokum getið barnabarna séra Benedikts, þau voru alls sjö, en sex
komust til fullorðinsára. Börn Málfríðar eru talin eftir aldri:
1. Brynjólfur f. 1861. Hann gekk skólaveginn, lauk fyrst gagnfræðaprófi og síðan
kennaraprófi frá Flensborg í Hafnarfirði, stundaði síðan kennslu í allmörg ár,
lengst á Suðurnesjum. Einhvern tíma skömmu eftir aldamótin var Brynjólfur
kaupamaður á Hriflu í Ljósavatnshreppi hjá foreldrum Jónasar. Er sagt að
Jónas hafi þá verið óráðinn um framtíðina og að Brynjólfur hafi mjög hvatt
hann að ganga menntaveginn og haft einhver áhrif á hann í þeim efnum.
Síðustu ár æfi sinnar var Brynjólfur vinnumaður í Fífuhvammi í Kópavogi.
Æfilok hans urðu þau að hann var að flytja mjólk á hestvagni, hesturinn fældist
-68-