Goðasteinn - 01.09.2003, Page 74

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 74
Goðasteinn 2003 var líka sjón sögu ríkari og gat auðveldlega orðið hlutskipti hvers sem var á næstu báru, en ekkert af því sem sagt var upphátt þessa nótt bar á nokkurn hátt slíkum bollaleggingum vitni. Ef til vill væri ekki alveg óviðeigandi að láta fylgja hér með nokkur heilabrot frá sjálfum mér, sem urðu til þessa umræddu nótt. Ég vil þó taka það fram, að þær eiga ekki að túlka neina hetjudáð um mig, hvorki þá eða nú, sem hluttakanda í þessum harmleik, og því síður að ég hafi gleymt félögum mínum, sem þá kynnu að vera á lífi. Ég var sem sagt að velta því fyrir mér, hvernig ástandið mundi verða að óbreyttum aðstæðum um borð á næstu fjöru, en til þess tíma hlaut að vera, eftir ónákvæmum ályktunum sjávarfalla að minnsta kosti 6-8 klukkustundir, og ástæða til að halda að á þeim tíma mundu geta orðið alvarlegar breytingar hvað afkomu skipshafnarinnar snerti. Ég ákvað þá með sjálfum mér, að ef ég yrði í svipuðu ásigkomulagi og ég taldi mig þá vera, að láta mig þá fara í sjóinn og gera síðustu tilraun til að reyna að komast í land, annaðhvort dauður eða lifandi. Ég studdi aðallega þessa ákvörðun mína við draum, sem mig hafði nýlega dreymt, sem þó verður ekki sagður hér; en sem skildi þó eftir hjá mér ótrygga heimild eða veika von um, að líklega kæmist ég einhvern veginn í land. Mér var þó fullkom- lega ljóst, að möguleikar á björgun á þennan hátt voru harla litlir, en mér var jafn ljóst, að nefnd úrræði hlutu allavega að ráða úrslitum á annan hvorn veginn. Ann- ars er þetta eins konar aukaatriði frá þeirri sögu, sem þarna var raunverulega að gerast og þessi fátæklega frásögn er fyrst og fremst um. Skutu þeir úr línubyssunni til okkar, en vegna vindstöðu og veðurofsa bar línuna langt af leið og sáum við ekkert eftir af henni. Annað skotið fór á sömu leið út í veður og vind. Og í þriðja sinn var skotið og lenti þá línan yfir afturbóm- una eða sem næst aftan við mitt skip, og kom okkur saman um, sem reyndum að fylgjast með því sem var að gerast, að algjör bamaskapur væri að gera tilraun til að nálgast hana þar, séð frá ríkjandi ástandi og ólögum sem yfir skipið riðu. Hefði það ekki getað haft annað í för með sér en eitt eða fleiri mannslíf og töldum við að meira en nóg væri þegar komið af því ef annars væri kostur. En þegar við vorum að íhuga málið, sem ekki virtist sérlega glæsilegt, skeði sá óvænti og merkilegi atburður, að næst þegar brotsjór gekk yfir skipið kom hann með bugt af línunni til okkar á hvalbaknum og gátum við gripið hana áður en hún sogaðist út aftur, og þar með vorum við komnir í samband við menn í landi. Og um leið hefur sjálfsagt vaknað hjá flestum eða öllum nýr vonarneisti um að fá að halda eitthvað lengur áfram að berjast hinni oft tvísýnu og kuldalegu lífsbaráttu, og þrátt fyrir að hin aflíðandi nótt hafi sýnt okkur svo eftirminnilega skuggahliðar lífsins og hin lítt eftirsóknarverðu endalok mannlegrar tilveru hér í heimi. Ekki vil ég segja neitt um, hvort nokkur hafi í alvöru íhugað þá spurningu þessa nótt, hvor leiðin mundi hafa upp á meira eða betra að bjóða; kannski hefur -72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.