Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 76
Goðasteinn 2003
tóg, sem sýnilega var ætlað sem burðar- eða líflína, sem stóllinn skyldi dreginn
eftir í hanafæti ásamt því sem honum var ætlað að annast flutning á. Þarna fylgdu
ýmsir nauðsynlegir hlutir, svo sem blökk og lína, svo að hægt væri að draga
stólinn að og frá skipinu.
Til þess að geta komið mönnunum í stólinn með sæmilega góðu móti og án
þess að eiga neitt á hættu varð að festa líflínuna upp í salningu eða því sem næst
upp í masturstopp; með því móti náðist stóllinn inn á hvalbakinn. Það kom
umyrðalaust í hlut okkar Kristins Stefánssonar að fara með tógið upp í mastur,
enda vorum við þarna þeir einu, sem töldust yfirmenn skipsins; Kristinn var annar
stýrimaður en ég bátsmaður. Við fórum svo sitthvorum megin upp í mastrið,
drógum til okkar tógið og festum því yfir mastrið svo vel, að ekki skyldi losna.
Að því búnu strengdu þeir tógið í landi eins og hægt var. Við komum okkur svo
saman um, þama uppi, að Kristinn færi einn í stólnum fyrstu ferðina, þar sem
mjög hásjávað var og sýnilegt að hann mundi dragast í sjó meirihluta leiðarinnar.
Fór svo Kristinn niður í stólinn og í land, en ég fór niður á hvalbak.
Við vorum ekki á hreinu með hvort við mættum hafa einn eða tvo í stólnum.
Það var þó þegjandi afráðið að hafa tvo í honum, enda mun betri „ballans“ á
honum þannig og auðvelt fyrir tvo að halda sér í hanafótinn sem lá upp í líflínuna.
Aðaláherslan var lögð á að menn héldu sér sem fastast og slepptu ekki taki fyrr en
þeir væru komnir í manna hendur.
Nii var björgunin sem sagt komin í fullan gang og gekk ágætlega. Sýnilegt var,
að nokkuð langur tími mundi verða frá því að flestir yrðu komnir í land og þar til
að þeir, sem í afturreiðanum voru, kæmust fram á, því að ennþá lá skipið mjög
undir áföllum, enda tæplega hálfútfallinn sjór. Ég var þegar búinn að ákveða, án
þess að hafa orð á því, að bíða eftir þeim þar til að þeir kæmust fram á. Ekki
ætlaði ég að biðja neinn að bíða með mér, því flestir virtust hafa áhuga fyrir að
komast sem fyrst í land. Enginn reyndi að komast í stólinn án þess að vera til
kvaddur. Þá kom til mín Sigursveinn Sveinsson frá Fossi í Mýrdal og spurði mig
hvort ég vildi að hann biði með mér. Ég var honum mjög þakklátur fyrir hans
góða boð og þáði það með þökkum. Einn ungur maður, sem ég nafngreini ekki,
spurði um leið og hann var aðstoðaður við að komast í stólinn, hvar allir hinir
væru. Ég sagði honum að drífa sig í stólinn og halda sér eins fast og hann gæti,
þeir væru allir á vísum stað.
Nú hafði dregið talsvert úr sjó og vindi og gengið til norðurs og kólnað. Við
sáum Reykjanesvitann aftan til á bakborða og Grindavíkurvitann á stjórnborða,
svo greinilegt var, að skipið hafði strandað vestast í Grindavík. Við Sigursveinn
vorum nú búnir að vera góða stund einir á hvalbaknum og höfðum það sæmilegt
samanborið við það, sem á undan var gengið. Stóllinn var dreginn út til okkar og
við hann voru festir tveir hitabrúsar með lútsterku brennivínskaffi.
-74-