Goðasteinn - 01.09.2003, Page 94

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 94
Goðasteinn 2003 óhöpp hafa hent farartæki sem eru þama á ferð allt fram á hin síðustu ár, þó aldrei hafi orðið að slysi, enda löngum verið talið reimt þama. Eg vil svo geta þess svona í framhjáhlaupi að tjöm sú sem vitnað er til, Pulu- tjörnin, hefur verið þurr síðan jarðskjálftasumarið 2000 fyrir utan dálítinn tíma í fyrravetur þegar frost var í jörðu, þ.e. frá des. 2001 til vors 2002. í mínu minni hefur þessi tjörn þomað upp þrisvar áður í sumarþurrkum þ.e. árin 1946, 1954, 1987 og þá aðeins fáa daga eða vikur í einu. En áfram með sögu vegarins. Fyrsta framlagið nægði til að byggja veginn upp að Mykjunesi um þriggja km leið án ofaníburðar. Vegurinn var lagður beina línu frá Landvegi á Nepjunef hæðarbrúnina suðaustan Mykjunesbæjar, þá í sveig niður brekkuna að traða hliðinu og þaðan þrædd gömul vegslóð norður með túninu að rótum Ásbrekku. Þetta reyndist slæmur spotti, afar snjóþungur og oft miklir svell- bunkar, og vegurinn af þeim sökum hallandi einkanlega í beygjunni við tún- hornið. Urðu þar stundum umferðaróhöpp. Betra hefði verið að fara beint yfir mýrarsundið, en þó sundið sé mjótt var það svo forblautt að þurft hefði skurðgröfu til vegagerðarinnar en þær voru ekki eins tiltækar þá eins og nú, auk þess erfiðleikar með frárennsli sökum flatlendis. Fljótlega var þó farið að tala um að breyta þyrfti veginum við Mykjunes, en það drógst í um það bil þrjá áratugi, að vegurinn kæmist í núverandi horf. Næsta ár, þ.e. 1947, er framlag til vegarins eitthvað svipað og árið áður. Samt nægði það aðeins til að byggja upp vegspottann á Ásnum upp að Skamm- beinsstöðum, sem er um einn km. Menn veltu því fyrir sér hvers vegna framlagið nýttist svona miklu verr en árið áður. Eitthvert fjármagn fór að vísu í ofaníburð á þeim spotta sem kominn var. En aðalástæðan fannst öllum vera hvað vegurinn var hafður breiður og sér þess merki enn í dag að þetta er breiðasti kafli Hagabrautarinnar. Þegar Erlendur vegaverk- stjóri á Hárlaugsstöðum var inntur eftir þessari miklu breidd vegarins var svar hans eitthvað á þessa leið: Snemma þetta sumar var Geir Zoega vegamálastjóri á ferð hér í sýslu að kanna ástand vega, einkanlega ástand Landvegar sem var mjög illa farinn eftir mikla umferð um vorið vegna Heklugossins. Þá hendir það óhapp vegamálastjóra ein- mitt neðarlega á Landveginum að lenda í umferðartöfum vegna þess hve vegurinn var mjór og erfitt að mætast á honum. Olli þetta því að hann varð of seinn að Hellu í hádegisverð. í framhaldi af þessu fyrirskipaði vegamálastjóri Erlendi verkstjóra að byggja útskot á Landveginn með vissu millibili frá Landvegamótum að Nefsholtsaf- leggjara, til að auðvelda mætingar, hvað Erlendur gerði hið snarasta. Þetta sat í Linda þegar farið var að mæla fyrir veginum á Ásnum, taldi þá réttast að hafa veginn það breiðan að ekki þyrfti strax að byggja á hann útskot. -92-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.