Goðasteinn - 01.09.2003, Page 143

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 143
Goðasteinn 2003 Af frásögnum Sturlungu að dæma virðast nokkrir valdamestu höfðingjar landsins hafa haft skáld í þjónustu sinni og þannig líkt eftir hirðlífi að hætti er- lendra höfðingja. En þá vaknar spurningin, af hverju þótti skáldunum taka því að yrkja um landa sína þegar þau áttu á vísan að róa erlendis? Það er erfitt að tíma- setja breytingu á menningarástandi þjóðarinnar, en svo virðist sem þessi kúvend- ing verði á sama tíma og ný yfirstétt verður til á íslandi þegar nokkrar ættir tóku völdin í landinu. Þessar ættir tóku að samsama sig aristókrötum í Evrópu í allri hegðan sinni, ekki aðeins með því að draga til sín skáld, heldur einnig með því að taka ritmenninguna - nýjustu tækni og vísindi - í þjónustu sína. Ritun ættartalna var einn liðurinn í að tengja sig ættum konunga og upphefja sjálfan sig og skipti þá ekki öllu hvort rétt væri farið með smáatriði. Upphafning á landnáminu og landnámsmönnum var önnur leið og sú goðsaga sem sköpuð er í kringum upphaf íslandsbyggðar rís hæst í íslendingasögunum sjálfum. Svo koma dróttkvæðin til sögunnar, kveðskapargrein sem hafði orðið til við hirðina. Nefna má að Oddaverjar - fósturfjölskylda Snorra - og Haukdælir leggja mjög ríka áherslu á hið konunglega upphaf sitt. Jón Loftsson lætur yrkja Noregskonungatal - eða kvæðið er ort handa honum - þar sem rakin er ætt Noregskonunga til hans sjálfs, en Magnús konungur berfættur var afi Jóns. Kvæðið er í raun beinagrind að sögu Noregskonunga. Upphaf konungasagnaritunar hefur verið rakið til Odda, s.s. ritun Skjöldungasögu og Völsungasögu, og ef svo er, þá eru þau rit enn frekari merki um áhuga þessarar ættar á konungum og hetjuöld. Gissur Þorvaldsson kallaði Hákon konung frænda sinn, en þá upphefð átti hann að þakka skyldleika sínum við Oddaverja, og í Hungurvöku er Haukdælum sérstaklega lýst sem hinni konunglegu ætt íslendinga.'141 Gissur varð síðan fyrsti jarlinn yfir íslandi. Sturl- ungar voru ekki eftirbátar hinna, ef marka má ættartölu sem varðveitt er í einu handriti Snorra-Eddu, svonefndri Uppsalabók Eddu. Þar eru ættir Sturlungar rakt- ar til konunga og raunar allt til Adams. Þessar þrjár ættir voru uppteknar af konungum og upphefð við hirðina. Sturl- ungar og Haukdælir börðust um jarldóminn, en Oddaverjar nutu beinna tengsla við konungaættina. Höfðingjar Sturlunga og Haukdæla ortu sjálfir og höfðu um- hverfis sig skáld sem efldi ímynd þeirra í þjóðfélaginu og gerði þá líka kollegum sínum erlendis. Oddaverjar hafa ekki orðið þekktir af skáldskap. Engin staka er varðveitt eftir feðgana Sæmund fróða Sigfússon og Eyjólf Sæmundarson, sem báðir voru kennarar í Odda. Enginn afkomanda þeirra er kenndur við skáldskap, utan Jón Loftsson, Páll Jónsson og sonur hans Loftur. Páll biskup hélt skáld í Skálholti, kirkjusmið sinn Amunda Amundason, og Loftur sonur hans kastaði einu sinni fram smávísu í hita leiksins, sem var honum þó ekki mjög til fram- dráttar. Eina skáldið sem þekkt er í Odda á síðari hluta 12. aldar er Snorri Sturluson. -141-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.