Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 143
Goðasteinn 2003
Af frásögnum Sturlungu að dæma virðast nokkrir valdamestu höfðingjar
landsins hafa haft skáld í þjónustu sinni og þannig líkt eftir hirðlífi að hætti er-
lendra höfðingja. En þá vaknar spurningin, af hverju þótti skáldunum taka því að
yrkja um landa sína þegar þau áttu á vísan að róa erlendis? Það er erfitt að tíma-
setja breytingu á menningarástandi þjóðarinnar, en svo virðist sem þessi kúvend-
ing verði á sama tíma og ný yfirstétt verður til á íslandi þegar nokkrar ættir tóku
völdin í landinu. Þessar ættir tóku að samsama sig aristókrötum í Evrópu í allri
hegðan sinni, ekki aðeins með því að draga til sín skáld, heldur einnig með því að
taka ritmenninguna - nýjustu tækni og vísindi - í þjónustu sína.
Ritun ættartalna var einn liðurinn í að tengja sig ættum konunga og upphefja
sjálfan sig og skipti þá ekki öllu hvort rétt væri farið með smáatriði. Upphafning á
landnáminu og landnámsmönnum var önnur leið og sú goðsaga sem sköpuð er í
kringum upphaf íslandsbyggðar rís hæst í íslendingasögunum sjálfum. Svo koma
dróttkvæðin til sögunnar, kveðskapargrein sem hafði orðið til við hirðina. Nefna
má að Oddaverjar - fósturfjölskylda Snorra - og Haukdælir leggja mjög ríka
áherslu á hið konunglega upphaf sitt. Jón Loftsson lætur yrkja Noregskonungatal
- eða kvæðið er ort handa honum - þar sem rakin er ætt Noregskonunga til hans
sjálfs, en Magnús konungur berfættur var afi Jóns. Kvæðið er í raun beinagrind að
sögu Noregskonunga. Upphaf konungasagnaritunar hefur verið rakið til Odda, s.s.
ritun Skjöldungasögu og Völsungasögu, og ef svo er, þá eru þau rit enn frekari
merki um áhuga þessarar ættar á konungum og hetjuöld. Gissur Þorvaldsson
kallaði Hákon konung frænda sinn, en þá upphefð átti hann að þakka skyldleika
sínum við Oddaverja, og í Hungurvöku er Haukdælum sérstaklega lýst sem hinni
konunglegu ætt íslendinga.'141 Gissur varð síðan fyrsti jarlinn yfir íslandi. Sturl-
ungar voru ekki eftirbátar hinna, ef marka má ættartölu sem varðveitt er í einu
handriti Snorra-Eddu, svonefndri Uppsalabók Eddu. Þar eru ættir Sturlungar rakt-
ar til konunga og raunar allt til Adams.
Þessar þrjár ættir voru uppteknar af konungum og upphefð við hirðina. Sturl-
ungar og Haukdælir börðust um jarldóminn, en Oddaverjar nutu beinna tengsla
við konungaættina. Höfðingjar Sturlunga og Haukdæla ortu sjálfir og höfðu um-
hverfis sig skáld sem efldi ímynd þeirra í þjóðfélaginu og gerði þá líka kollegum
sínum erlendis. Oddaverjar hafa ekki orðið þekktir af skáldskap. Engin staka er
varðveitt eftir feðgana Sæmund fróða Sigfússon og Eyjólf Sæmundarson, sem
báðir voru kennarar í Odda. Enginn afkomanda þeirra er kenndur við skáldskap,
utan Jón Loftsson, Páll Jónsson og sonur hans Loftur. Páll biskup hélt skáld í
Skálholti, kirkjusmið sinn Amunda Amundason, og Loftur sonur hans kastaði
einu sinni fram smávísu í hita leiksins, sem var honum þó ekki mjög til fram-
dráttar.
Eina skáldið sem þekkt er í Odda á síðari hluta 12. aldar er Snorri Sturluson.
-141-