Goðasteinn - 01.09.2003, Side 148

Goðasteinn - 01.09.2003, Side 148
Annálar 2002 Goðasteinn 2003 Kirkjustarf í Rangárþingi Rangárv allaprófastsdæmi Um kirkjulegt starf í Rangárvallaprófastsdæmi er það að segja, að flest hefur þar farið fram með venjubundnu sniði. A blöðum sem dreift er árlega á héraðsfundi eru tíundaðar tölur um guðsþjónustur, barnastarf og hinar ýmsu samverustundir í kirkjunum, skólunum og öldrunarstofnunum, og eru þessar tölur mjög svipaðar frá ári til árs og segir okkur að starfið er í sínum hefðbundna hrynjanda. En eins og allir vita þá gefa tölur um kirkju- athafnir aðeins óljósa mynd af starfi prestsins í raun. Flest persónuleg samskipti prests við sóknarbörn sín eru hvergi skráð. Þau eru unnin undir því grundvaliar lögmáli, að trúnaðurinn sé algjör. Þess vegna eru slík samskipti ekki tíunduð í starfsskýrslum. J prestaköllunum er gott kórastarf í gangi undir stjórn dugmikilla organista og kórstjórnenda. Einnig er í nokkrum sóknum barna- og ungJingakórar, en það er vissulega dýrmætt starf, sem brýnt er að hlúa að og styðja vel við. Hinn formlegi fermingarundir- búningur okkar prestanna hefst eiginlega þegar hóað er til sameiginlegs fermingarbarna- móts að hausti, sem nú undanfarin ár hefur verið haldið að Skógum. Þar er öll aðstaða fyrir slíkt mót til fyrirmyndar og hefur skapast góður andi í hópunum, - er oft á tíðum heldur betur glatt á hjalla og frá þessum mótum trúi ég að allir unglingar fari með góðar minningar og hlakka undantekningarlaust til áframhaldandi undirbúnings yfir veturinn. Dagur eldri borgara er haldinn hátíðlegur að venju á uppstigningardegi og hefst jafnan með guðsþjónustu og kaffisamsæti á eftir. Þetta árið var hátíðin haldin í Þykkvabæ þann 9. maí og eftir helgihaldið var boðið til kaffisamsætis í hinu nýrisna fjölþjónustuhúsi þeirra Þykkbæinga þar sem viðstaddir nutu höfðinglegra veitinga og skemmtunar heima- manna í tónlist, söng, bundnu og töluðu orði jafnan undir vaskri stjórn sóknarprests þeirra sr. Sigurðar Jónssonar í Odda. Eins höfum við prestarnir tekið upp það samstarf við eldriborgarafélag sýslunnar að skiptast á að fá eldri kynslóðina í messuheimsóknir yfir vetrartímann. Taka félagsmenn sig þá saman og koma gjarnan í rútu til guðsþjónustu og á eftir er kaffi drukkið og reynt að hafa „örlítið betra“ með messukaffinu. Kirkjublaðið er gefið lit á prófastsdæmisvís, og hefur það fengið breytt form, bæði í útliti sem innihaldi. Blaðið er gefið út tvisvar á ári, að hausti, þar sem kynnt er væntan- legt vetrarstarf í prestaköllunum, og síðan kemur annað tölublað út að vori. Við prestarnir reynum að hittast reglulega yfir vetrarmánuðina, að jafnaði einu sinni í mánuði, til skrafs og ráðagerða okkar í millum. Það er okkur mikilvægt og á þennan hátt eigum við saman góða umræðufundi þar sem margt ber á góma. Þá má nefna að í ársbyrjun 2002 stóð prófastsdæmið fyrir nokkurs konar námskeiði fyrir prestana í viðbrögðum við stórslysum og áfallahjálp. Þá sóttu olckur lieim sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur og Margrét Blöndal lijúkrunarfræðingur, en þau eru bæði í áfallahjálparteymi Borgarspítalans, eins og hann áður hét. Það sem fyrir okkur -146-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.