Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 148
Annálar 2002
Goðasteinn 2003
Kirkjustarf í Rangárþingi
Rangárv allaprófastsdæmi
Um kirkjulegt starf í Rangárvallaprófastsdæmi er það að segja, að flest hefur þar farið
fram með venjubundnu sniði. A blöðum sem dreift er árlega á héraðsfundi eru tíundaðar
tölur um guðsþjónustur, barnastarf og hinar ýmsu samverustundir í kirkjunum, skólunum
og öldrunarstofnunum, og eru þessar tölur mjög svipaðar frá ári til árs og segir okkur að
starfið er í sínum hefðbundna hrynjanda. En eins og allir vita þá gefa tölur um kirkju-
athafnir aðeins óljósa mynd af starfi prestsins í raun. Flest persónuleg samskipti prests
við sóknarbörn sín eru hvergi skráð. Þau eru unnin undir því grundvaliar lögmáli, að
trúnaðurinn sé algjör. Þess vegna eru slík samskipti ekki tíunduð í starfsskýrslum.
J prestaköllunum er gott kórastarf í gangi undir stjórn dugmikilla organista og
kórstjórnenda. Einnig er í nokkrum sóknum barna- og ungJingakórar, en það er vissulega
dýrmætt starf, sem brýnt er að hlúa að og styðja vel við. Hinn formlegi fermingarundir-
búningur okkar prestanna hefst eiginlega þegar hóað er til sameiginlegs fermingarbarna-
móts að hausti, sem nú undanfarin ár hefur verið haldið að Skógum. Þar er öll aðstaða
fyrir slíkt mót til fyrirmyndar og hefur skapast góður andi í hópunum, - er oft á tíðum
heldur betur glatt á hjalla og frá þessum mótum trúi ég að allir unglingar fari með góðar
minningar og hlakka undantekningarlaust til áframhaldandi undirbúnings yfir veturinn.
Dagur eldri borgara er haldinn hátíðlegur að venju á uppstigningardegi og hefst jafnan
með guðsþjónustu og kaffisamsæti á eftir. Þetta árið var hátíðin haldin í Þykkvabæ þann
9. maí og eftir helgihaldið var boðið til kaffisamsætis í hinu nýrisna fjölþjónustuhúsi
þeirra Þykkbæinga þar sem viðstaddir nutu höfðinglegra veitinga og skemmtunar heima-
manna í tónlist, söng, bundnu og töluðu orði jafnan undir vaskri stjórn sóknarprests
þeirra sr. Sigurðar Jónssonar í Odda. Eins höfum við prestarnir tekið upp það samstarf
við eldriborgarafélag sýslunnar að skiptast á að fá eldri kynslóðina í messuheimsóknir
yfir vetrartímann. Taka félagsmenn sig þá saman og koma gjarnan í rútu til guðsþjónustu
og á eftir er kaffi drukkið og reynt að hafa „örlítið betra“ með messukaffinu.
Kirkjublaðið er gefið lit á prófastsdæmisvís, og hefur það fengið breytt form, bæði í
útliti sem innihaldi. Blaðið er gefið út tvisvar á ári, að hausti, þar sem kynnt er væntan-
legt vetrarstarf í prestaköllunum, og síðan kemur annað tölublað út að vori.
Við prestarnir reynum að hittast reglulega yfir vetrarmánuðina, að jafnaði einu sinni í
mánuði, til skrafs og ráðagerða okkar í millum. Það er okkur mikilvægt og á þennan hátt
eigum við saman góða umræðufundi þar sem margt ber á góma.
Þá má nefna að í ársbyrjun 2002 stóð prófastsdæmið fyrir nokkurs konar námskeiði
fyrir prestana í viðbrögðum við stórslysum og áfallahjálp. Þá sóttu olckur lieim sr. Gunnar
Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur og Margrét Blöndal lijúkrunarfræðingur, en þau eru
bæði í áfallahjálparteymi Borgarspítalans, eins og hann áður hét. Það sem fyrir okkur
-146-