Goðasteinn - 01.09.2003, Page 156

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 156
Annálar 2002 Goðasteinn 2003 í fyrrasumar var hafist handa við lagfæringar á nánasta umhverfi Oddakirkju og aðkomu að kirkjugarðinum. Lögð var ný stétt frá sáluhliði að safnaðarheimili og kirkju, og sömuleiðis stétt frá kirkjugarði að prestsbústað. Hitalögn er í nýju stéttinni, og ný raflýsing meðfram henni. Nýtt sáluhlið var sett á austurhlið garðsins, en eldra hliðið fært og sett niður á norðurhliðina. Verkið vann Þorkell Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari í Reykjavík. Minningarsteinn um þá sem hvíla fjarri grafreitnum í Odda er innan við sáluhliðið. Þar geta þeir sem eiga ástvini jarðsetta fjarri Oddakirkjugarði, minnst þeirra við steininn, lagt þar blóm eða ljós og gert bæn sína, líkt og fólk gerir við leiði ástvina. I sóknarnefnd Oddakirkju sitja Gísli Stefánsson, Guðrún Anna Tómasdóttir, Páll G. Björnsson og Ragnar Pálsson, öll á Hellu, og Aðalheiður Högnadóttir, Ægissíðu. Góðir gestir úr öðrum sóknum heimsóttu allar sóknir prestakallsins á seinni hluta ársins. Kirkjufólk úr Ássöfnuði í Reykjavík kom í safnaðarferð að Keldum síðasta sunnu- dag í júlí 2002. Þar annaðist séra Árni Bergur Sigurbjörnsson sóknarprestur guðs- þjónustugjörð, en Kári Þormar lék á orgelið. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson sóknar- prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd kom fylktu liði með kór og organista, Zsuzsönnu Budai, að Odda 21. sunnudag eftir trínitatis, hinn 20. október 2002. Eftir messu var kirkjukaffi á Hellu, þar sem gestirnir sungu nokkur lög. Prestarnir fluttu ávöip, og minnt- ist Oddaprestur sameiginlegs forvera beggja, séra Helga G. Thordersen (1794-1867), sem sat Saurbæ á árunum 1820-1825 og Oddastað frá 1825 til 1836. Helgi G. Thordersen gegndi embætti biskups íslands 1845-1866. Loks efndi Digranessöfnuður í Kópavogi til safnaðarferðar í Þykkvabæ á allra heilagra messu, 3. nóvember 2002. Kór Digraneskirkju flutti Þýzka messu eftir Franz Schubert undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar organista. Séra Magnús Björn Björnsson prédikaði og séra Gunnar Sigurjónsson þjónaði fyrir altari. Sóknarnefnd Þykkvabæjarsóknar bauð kirkjugestum til veglegra kaffiveitinga í íþrótta- húsinu á eftir. Þykkvabæjarkirkju hlotnaðist vegleg gjöf vorið 2002 þegar afkomendur Markúsar Sveinssonar og Katrínar Guðmundsdóttur frá Dísukoti færðu kirkjunni að gjöf 10 glæsi- lega stóla til minningar um þau hjón. Fjórir stólanna eru ætlaðir brúðhjónum og svara- mönnum þeirra, en hinir eru einkum hugsaðir til nota fyrir fermingarbörn. Stólarnir voru formlega afhentir við fermingarguðsþjónustu á sumardaginn fyrsta. Um haustið voru 30 ár liðin frá vígslu kirkjunnar, og var þcss minnst með hátíðarmessu á kirkjudegi hennar, 19. sunnudag eftir trínitatis, hinn 6. október 2002. Biskup Islands, herra Karl Sigur- björnsson prédikaði, og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónaði fyrir altari. Biskup ávarpaði sérstaklega þann fríða og fjölnrenna hóp barna sem þátt tók í guðsþjónustunni og færði hverju og einu þeirra að gjöf mynd af Ufsakrossinum, fornum helgigrip úr Svarfaðardal. í kaffisamsæti, sem Kvenfélagið Sigurvon bauð söfnuðinum til í nýja íþróttahúsinu að athöfn lokinni, rakti sóknarprestur sögu kristnihalds í Þykkvabæ og greip á byggingasögu kirkjunnar. í sóknarnefnd Þykkvabæjarsóknar sitja Unnur Stein- dórsdóttir, Vatnskoti, Markús Ársælsson, Hákoti og Halldóra Gunnarsdóttir, Rósalundi. Á Keldum var girt vönduð girðing með suðurhlið kirkjugarðsins, og er þá hringnum senn lokað. Aðeins er eftir að endurnýja vesturvegg garðsins. Orgel Keldnakirkju, sem er fótstigið harmóníumhljóðfæri, amerískrar gerðar, fór til viðgerðar hjá Björgvini Tómas- syni orgelsmið á Blikastöðum. Hljóðfærið hefur ekki verið viðhaldsfrekt í tímans rás, og hljómar eftir viðgerðina án efa ekki síður en þegar það kom nýtt í kirkjuna árið 1893. Organisti Keldnakirkju er sem fyrr Guðjón Halldór Oskarsson í Miðtúni. I sóknarnefnd -154-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.