Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 163
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
þjáningar, hvað þá að ráða við að lækna fólk og gera með því líf þess bærilegra.
Móðursystkini þeirra Steinunn og Magnús létust 1953 og "55 eftir talsverða legu, Magn-
ús uppeldisbróðir þeirra 1962 og Tómas faðir þeirra árið 1971 eftir að hafa verið meira
og minna rúmfastur í á annan áratug.
Þrátt fyrir erfiða heimilishagi, sem einkum voru fólgnir í umönnun gamla fólksins, var
lífið á Uppsölum í föstum skorðum undir umsjá þeirra bræðra, kannski einkunr Jóns
Ólafs sem að mestu sá um heimilisverkin innanhúss. Elías og Guðmundur Óskar voru
meira útivið, Guðmundur í búskapnum en Elías vann að mestu utan heimilis.
Æskuárin á Uppsölum hafa áreiðanlega verið ánægjuleg og liðið í gleði, leik og starfi.
Það var ekki langt fyrir bræðuma að fara til að sækja sér hressilegan félagsskap ef hugur
þeirra stóð til þess, því á Núpi, einkum í austurbænum, áttu þeir góða vini og félaga þar
sem börn Katrínar og Guðmundar vora, um 10 talsins. Milli þessara bæja ríkti alla tíð
mikill og gagnkvæmur vinskapur og hjálpsemi
Guðmundur og Elías fóru, eins og títt var um unga menn héðan úr héraði og víðar, á
vertíð til Vestmannaeyja á árunum 1940 til "45. Frá þeim tíma eiga þeir góðar minningar,
úr ys og þys mannlífsins sem blómstraði í þessari einni mestu verstöð landsins fyrr og
síðar.
Elías var einstaklega vel gerður maður, hagur til handa, útsjónarsamur, ráðagóður og
þolinmóður við öll verk sín. Hann lærði aldrei neina iðn en hefur áreiðanlega ekki gefið
fagmönnum neitt eftir sem sannast best á öllum þeim sem til hans leituðu með fíngerða
og verðmæta gripi, s.s. úr og klukkur svo e-ð sé nefnt.
I mörg ár vann Elías með Guðmundi Þórðarsyni húsasnríðameistara frá Kirkjulæk í
Fljótshlíð. Þeir unnu mikið við endurnýjun kirkna og má geta þess að Breiðabólstaðar-
kirkja var ein þeirra. Einnig var hann starfsmaður rafmagnsverkstæðis Kaupfélags Rang-
æinga til margra ára. Þar sem annars staðar var hann vel látinn enda rólyndur og góðlynd-
ur, prúður og þögull. Hann var vel liðinn hvar sem hann fór.
Sr. Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað
Nikulína Elín Halldórsdóttir,
Skíðbakka II, A-Landeyjum.
Elín fæddist 26. nóvember 1912 foreldrum sínum, hjón-
unum Guðrúnu Nikulásdóttur frá Bakkakoti á Rangárvöllum
og Halldóri Þorsteinssyni frá Ártúnum á Rangárvöllum. Þau
höfðu hafið sinn búskap í Reykjavík, en fluttu að Kirkju-
landi 1911. Elín var næst elst fimm systkina, þeirra Sesselju,
Lilju, Steinunnar og Kjartans, sem öll eru látin. 1920 flutti
fjölskyldan í vesturbæinn á Skíðbakka, þar sem Elín átti sitt
-161-