Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 168
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
dóttur, sem einnig voru á heimilinu. Hann drakk í sig fegurð náttúrunnar og andblæ
sögunnar, eignaðist fyrirmyndir úr Njálssögu og hreifst af nafnkunnum hetjum hennar.
Gestkvæmt var jafnan á Hlíðarenda eins og löngunr fyiT og síðar, greiðasala í þá daga og
mörgum ferðalangnum fylgt á leið inn í Þórsmörk og austur undir Eyjafjöll. Guðjón naut
hefðbundinnar barnafræðslu sinnar kynslóðar, vandist snemma við vinnu og gagnsemi á
búi foreldranna og fór á vertíð til Vestmannaeyja ekki eldri en 16 ára. Hann dvaldi vetrar-
tíma 1931-1932 í Haukadalsskóla í Biskupstungum hjá þeim mæta íþróttafrömuði og
hugsjónamanni ungmennafélagshreyfingarinnar, Sigurði Greipssyni. Vistin þar varð
Guðjóni hugstæð og eftirminnileg, og þar efldist enn áhugi hans á hvers kyns íþróttum og
aflraunum sem fylgdi honum löngum. Guðjón var handlaginn frá unga aldri og lét vel að
vinna við vélar. Hann óx upp inn í öld véltækni og framfara, og tók af áhuga þátt í þeim
breytingum. Fór hann á dráttarvél víða um sveitir Rangárþings og vann tún og akra til
ræktunar, var í hópi fyrstu manna til að aka fólki inn í Þórsmörk, og átti mótorhjól fyrr en
aðrir menn í Rangárþingi. Viðgerðir tækjanna sá hann um sjálfur, og lærði af reynslunni
að útbúa upp á eigin spýtur margt það sem þurfti til viðhalds og lagfæringa, og náði við
það prýðilegri leikni við smíðar, bæði á málma og tré. Liggur margur kjörgripurinn eftir
hann, bæði leikföng og húsgögn.
Guðjón hóf búskap á Hlíðarenda árið 1942, og ári síðar kvæntist hann fyrri konu
sinni, Sigríði Björnsdóttur frá Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum. Byggðu þau nýbýlið
Rauðaskriður 1945 og bjuggu þar til 1948. Guðjón og Sigríður skildu, en börn þeirra eru
Hjörtur, búsettur á Hellu, kvæntur Sólveigu Stolzenwald, Örn Helgi, búsettur á Hellu, var
kvæntur Unni Kristjánsdóttur, en þau skildu, Björn, búsettur á Syðri-Hömrum í Ása-
hreppi, kvæntur Vigdísi Þorsteinsdóttur og Sigurveig búsett á Laugarbakka í Miðfirði,
gift Sigfúsi Traustasyni.
Sonur Guðjóns og Sigurveigar Ólafsdóttur frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum er
Pálmi, búsettur í Reykjavík.
Guðjón fluttist árið 1948 ásamt fjölskyldu sinni að Haugum í Stafholtstungum í
Borgarfirði. Ári síðar fluttist hann að Stafholti og bjó þar til 1953, er hann fluttist austur í
Árnesþing þar sem hann var búsettur næsta áratuginn, á Hólum í Biskupstungum til
1958, síðan að Hrauni í Grímsnesi til 1960 og á Mosfelli í sömu sveit uns hann lokaði
hringnum og lluttist að Rauðaskriðum á ný árið 1963. Á sjötta áratugnum skildu leiðir
þeirra Sigríðar, en þau Þóra Jenný Ágústsdóttir frá Saxhóli í Breiðuvík á Snæfellsnesi
tóku upp sambúð á þeim árum, og gengu í hjónaband 1969. Börn þeirra eru Ágústa,
búsett á Hvolsvelli, gift Guðjóni Guðmundssyni, Ragnheiður, lést tæplega tvítug að aldri
1974, Bergþór, búsettur á Hvolsvelli, kvæntur Olgu Elísu Guðmundsdóttur, ísleifur Helgi
býr í Noregi, var kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur, en þau skildu, Þorsteinn býr á
Rauðaskriðum, kvæntur Ingveldi Guðnýju Sveinsdóttur, og Sigurgeir er búsettur í
Reykjavík; kona hans er Ingibjörg Ragnheiður Grétarsdóttir. Við lát Guðjóns voru
afkomendur hans 50 talsins, 11 börn, 28 barnabörn og 11 langafabörn.
Guðjón var söngelskur maður og söngvinn allt frá æskuárum. Hann kunni ógrynni
laga og ljóða, söng við vinnu sína seint og snemma, tók lagið í góðra vina hópi og lagði
-166-