Goðasteinn - 01.09.2003, Page 169

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 169
Goðasteinn 2003 Látnir 2002 kirkjukórnum lið um langt árabil. Ungur söng hann nokkur lög inn á vaxplötu, sem varðveitt er í safni Ríkisútvarpsins, og greiddi fyrir hljóðritunina meira en tuttugu lambs- verð. Ljóðið rataði ekki síst til hans eftir brautum söngsins, og hann fékkst sjálfur við rím og stuðla, er urðu honum viðfangsefni og dægradvöl allt fram á ævikvöldið. Vísur hans og kvæði vitna um náttúrurómantík, næmt skynbragð á fegurð hins smáa og tregablandna ævintýraþrá rnanns sem þó var dulur að eðlisfari og hljóður um hag sinn, líðan og til- finningar. Kom kveðskapur hans út í tveimur bindum 1985 og 1997 undir heitinu Ljóð frá liðnum árum. Guðjón og Þóra brugðu búi á Rauðaskriðum 1983 í kjölfar heilsubrests Þóru, og flutt- ust að Ártúni 8 á Hellu. Þar áttu þau heima til 1997, er þau fluttust að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Síðustu misserin dvaldi Guðjón á Lundi á Hellu, þar sem hann lést hinn 4. nóvember 2002. Hann var jarðsunginn á Hlíðarenda 16. nóvember. Sr. Sigurður Jónsson í Odda Ólafía Guðlaug Guðjónsdóttir, Stóru-Mörk, V-Eyjafjöllum Guðlaug fæddist í Stóru-Mörk 28. september 1902 for- eldrum sínum, hjónunum Guðjóni Olafssyni frá Stóru- Mörk og Jóhönnu Kristínu Ketilsdóttur frá Syðri-Kví- hólnra, og var elst 5 systkina. Þau voru: Sigurjón heitinn, Sigurbjörg, Ásta heitin og Helga Þórunn. Sigurjón dó tæplega tveggja ára, þannig að það kom snemma í hlut systranna að ganga í öll verk inni og úti og takast hver um sig á við heyskapinn með krafti bóndans, slá og binda bagga eins og karlmenn og raka með hraða og lægni. Það gerði Lauga, eins og hún var kölluð af vinum sínum og fjölskyldu, með sínu sérstaka vinnulagi, alltaf að, með að því er virtist hægum hreyfingum, en verkin skiluðu sér þó hraðar en hjá öðrum. Eftir barnaskólanám fór hún eins og þá tíðkaðist til frekari undir- búnings í vist til Reykjavíkur og síðar einnig til Vestmannaeyja. Hún kynntist manni sínum Brynjólfi heitnum Úlfarssyni frá Fljótsdal 1924. Þau gift- ust 18. október 1929 og hófu næsta vor á fardögum búskap að Efri-Þverá í Fljótshlíð. Bústofninn var ekki stór, 15 ær, tvær kýr og kálfur og tveir eða þrír hestar. Þau tókust á við lífsbaráttuna, sem var erfið, en lífshamingjan og blómstrandi blóm Fljótshlíðarinnar á sumrin varð í gagnkvæmri ást þeirra undirstaða hjónabands þeirra, sem bar aldrei skugga á. Þau tvö saman, þau tvö eitt. Lífsbaráttan var þeim þó meira en erfið og það reyndi á þau bæði, að vakna snemma og ganga seint til hvílu. Kreppan hafði skollið á. Afurðirnar lækkuðu sexfalt í verði en allar skuldir hækkuðu, sem varð að greiða niður. Börnin fædd- -167-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.