Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 169
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
kirkjukórnum lið um langt árabil. Ungur söng hann nokkur lög inn á vaxplötu, sem
varðveitt er í safni Ríkisútvarpsins, og greiddi fyrir hljóðritunina meira en tuttugu lambs-
verð. Ljóðið rataði ekki síst til hans eftir brautum söngsins, og hann fékkst sjálfur við rím
og stuðla, er urðu honum viðfangsefni og dægradvöl allt fram á ævikvöldið. Vísur hans
og kvæði vitna um náttúrurómantík, næmt skynbragð á fegurð hins smáa og tregablandna
ævintýraþrá rnanns sem þó var dulur að eðlisfari og hljóður um hag sinn, líðan og til-
finningar. Kom kveðskapur hans út í tveimur bindum 1985 og 1997 undir heitinu Ljóð
frá liðnum árum.
Guðjón og Þóra brugðu búi á Rauðaskriðum 1983 í kjölfar heilsubrests Þóru, og flutt-
ust að Ártúni 8 á Hellu. Þar áttu þau heima til 1997, er þau fluttust að Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli. Síðustu misserin dvaldi Guðjón á Lundi á Hellu, þar sem hann lést hinn 4.
nóvember 2002. Hann var jarðsunginn á Hlíðarenda 16. nóvember.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
Ólafía Guðlaug Guðjónsdóttir,
Stóru-Mörk, V-Eyjafjöllum
Guðlaug fæddist í Stóru-Mörk 28. september 1902 for-
eldrum sínum, hjónunum Guðjóni Olafssyni frá Stóru-
Mörk og Jóhönnu Kristínu Ketilsdóttur frá Syðri-Kví-
hólnra, og var elst 5 systkina. Þau voru: Sigurjón heitinn,
Sigurbjörg, Ásta heitin og Helga Þórunn. Sigurjón dó
tæplega tveggja ára, þannig að það kom snemma í hlut
systranna að ganga í öll verk inni og úti og takast hver um
sig á við heyskapinn með krafti bóndans, slá og binda
bagga eins og karlmenn og raka með hraða og lægni. Það
gerði Lauga, eins og hún var kölluð af vinum sínum og fjölskyldu, með sínu sérstaka
vinnulagi, alltaf að, með að því er virtist hægum hreyfingum, en verkin skiluðu sér þó
hraðar en hjá öðrum. Eftir barnaskólanám fór hún eins og þá tíðkaðist til frekari undir-
búnings í vist til Reykjavíkur og síðar einnig til Vestmannaeyja.
Hún kynntist manni sínum Brynjólfi heitnum Úlfarssyni frá Fljótsdal 1924. Þau gift-
ust 18. október 1929 og hófu næsta vor á fardögum búskap að Efri-Þverá í Fljótshlíð.
Bústofninn var ekki stór, 15 ær, tvær kýr og kálfur og tveir eða þrír hestar. Þau tókust á
við lífsbaráttuna, sem var erfið, en lífshamingjan og blómstrandi blóm Fljótshlíðarinnar á
sumrin varð í gagnkvæmri ást þeirra undirstaða hjónabands þeirra, sem bar aldrei skugga
á. Þau tvö saman, þau tvö eitt. Lífsbaráttan var þeim þó meira en erfið og það reyndi á
þau bæði, að vakna snemma og ganga seint til hvílu. Kreppan hafði skollið á. Afurðirnar
lækkuðu sexfalt í verði en allar skuldir hækkuðu, sem varð að greiða niður. Börnin fædd-
-167-