Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 170
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
ust, Hanna Kristín í Stóru-Mörk 1929 og Úlfar Gunnlaugur að Efri-Þverá 1932, en þar
bjuggu þau til 1934. Það ár tóku þau við búi foreldra Guðlaugar í Hábænum að Stóru-
Mörk, þar sem foreldrar hennar voru á heimilinu áfram í litlu húsi sem byggt var, þar til
faðir hennar lést 1936, en þá flutti móðir hennar til Reykjavíkur til lækninga og bjó þar
hjá yngstu dóttur sinni.
Við tóku ár uppbyggingar og framfara, öll hús voru byggð upp, jörðin ræktuð smátt og
smátt og Guðlaug við hlið manns síns í störfunum öllum og alltaf var hún samt sú sem
hafði tíma aflögu, sú sem kallað var á til næstu bæja til hjálpar, þegar barn fæddist, þegar
veikindi voru, já, - þegar hjálpar var þörf. Yngsta bamið Ragnheiður Guðný var fædd
1947 og svo snemma sem börnin öll höfðu aldur og þroska til lögðu þau sitt að mörkum
fyrir heimilið.
A hverju sumri voru hjá þeim sumarbörn, sem minnast stundanna með Guðlaugu,
hvernig hún kenndi þeim að skilja lífið, náttúruna og dýrin. Þau voru í Hábænum í Stóru-
Mörk í ákveðinni lærdómsdeild, þar sem þau fengu vegarnesti til alls lífsins.
Guðlaug var glaðlynd að eðlisfari og bókhneigð. Hún hafði yndi af því að skrifa upp
ljóð og læra. Hún rækti kirkjuna sína í Stóra-Dal með sérstökum hætti. Hún byrjaði í
kirkjukórnum 12 ára og söng þar samfellt í 60 ár. Hún hafði sérstaka sönghæfileika og
var hvött til að sækja nám erlendis og ef svo hefði orðið, hefði hún líklega orðið fyrst
íslenskra kvenna til þess. Hún söng hátt ættjarðarlög við strokkinn og síðar skilvinduna
og þegar henni barst erfið sorgarfregn, söng hún lágt næstu daga uppáhalds sálmana sína.
Dæturnar fluttu að heiman ©g stofnuðu sín heimili en Úlfar bjó með foreldrum sínum
þar til hann tók við búinu upp úr 1967 með konu sinni Rósu Aðalsteinsdóttur, kennara og
síðar skólastjóra barnaskólans að Seljalandi, sem þá fluttist á heimilið með börnum
sínum. Börnin þeirra fæddust síðan hvert af öðrum, sem eignuðust Guðlaugu bæði sem
móður og ömmu, svo náið varð samband þeirra við ömmu sína, sem var áfram eins og
húsmóðir heimilisins með tengdadóttur sinni, en með þeim varð náið samband kærleika
og vináttu.
Brynjólfur andaðist 1979 eftir erfið veikindaár. Guðlaug hafði lengstum verið heilsu-
hraust, en fyrri hluta árs árið 2000 fór hún á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi, síðan um
stund á Kirkjuhvol og um haustið að Lundi, þar sem hún naut sérstakrar umönnunar. Hún
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. mars og fór útför hennar fram frá Stóra-Dalskirkju
16. mars 2002.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
-168