Goðasteinn - 01.09.2003, Page 174
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
kinahópi, þar til honum var komið til náms undir Eyjafjöllum 13 ára gömlum, þar sem
hann naut leiðsagnar sr. Sigurðar Einarssonar í Holti, bæði í námi og fermingarundir-
búningi. Þaðan kom Hallgrímur að Þjóðólfshaga. Móðir hans flutti þangað til Erlendar
föður síns og Þórðar bróður síns ásamt börnum sínum, og gerðist ráðskona þeirra, eftir
að hún og Axel slitu samvistir. Og í Þjóðólfshaga bjó Hallgrímur alla tíð síðan. Móðir
hans giftist á ný Birni Fr. Björnssyni og stofnuðu þau heimili í Hafnarfirði, en Hallgrímur
kaus, eins og áður sagði, að verða eftir í sveitinni. Móðir hans og Björn eignuðust þrjá
syni og eru systkini Hallgríms sex að tölu, en þau eru: Alsystkini hans 1) Hrefna f. 1945,
2) Hjálmar f. 1950 og 3) Dóra Finnborg f. 1952. Hálfsystkin hans sammæðra eru 4)
Sveinbjörn f. 1958, 5) Björgvin f. 1959, og yngstur er 6) Víðir Bergþór f. 1962.
Búskapurinn í Þjóðólfshaga var ævistarf Hallgríms, þar átti hann heima, þar var lífs-
starfinu skilað og þar lifði hann sáttur við sitt hlutskipti. Búskaparlag í Þjóðólfshaga var
mótað og meitlað af hinu hefðbundna bændasamfélagi undangenginna alda, þar sem
heimsmyndin var einföld og virtist óbreytanleg. Þetta var veröld Þórðar fóstra hans og
móðurbróður sem hann mat og virti svo mikils, og því einnig veröld Hallgríms, og því
var líf hans meitlað af hugmyndafræði hinna gömlu og traustu gilda. Hófsemi, vinnusemi
og áreiðanleika.
Þeir Þórður kunnu að nýta sér það sem landið gaf af sér og bjuggu með kindur, kýr og
hesta. Fljótlega eftir að Þórður andaðist árið 1987, lét Hallgrímur kýrnar en bjó áfram
með kindur og hesta, en þó kom að að hann hætti fjárbúskap og á síðasta ári lét hann
síðan síðustu hrossin fara.
Hann hafði afskaplega skýrt verðmætamat, sem stýrði gjörðum hans í einu og öllu,
eins og áttaviti sem aldrei brást. Hann leit á lífið sem samsafn auðlinda, sumar hirti hann
um að nýta og gerði það sér til gagns og gleði, en aðrar voru þarna bara, örðum til gagns
en skiptu hann engu. Hann hafði feikna áhuga á öllu sem laut að þjóðlegum fróðleik og
sögu liðinna tíma. Hann varðveitti gamla hluti sem minntu á horfna tíð og liðna atvinnu-
hætti. Eins hafði Hallgrímur feikna áhuga á gömlum bílum, og var hafsjór af fróðleik um
allt sem að þeim sneri.
Hallgrímur - Mannsi, var nægjusamur maður og sneið sér þann stakk eftir vexti sem
mörgum kynni nú að þykja fremur þröngur. Hann setti sér markmið á tiltölulega
afmörðuðu sviði og sinnti því sem hann tók sér fyrir hendur, og var skyldurækinn og
gekk í öll fyrirliggjandi verk með viljanum til að standa sig. Hallgrímur var laus við allan
hégóma og hann breytti untantekningarlaust í samræmi við lífsviðhorf sín og skoðanir.
Hann ferðaðist lítið, þurfti ekkert á því að halda, - en, fór samt í eitt skipti norður á
Olafsfjörð til systkina sinna í tilefni fimmtugsafmælis síns og naut þá þeirrar ferðar út í
ystu æsar. Hann hafði mikla frásagnargáfu, var fróður um öll örnefni og kennileiti hér í
sýslu, orðaforðinn góður og tilsvör hans hnyttinn og hittu jafnan í mark. Hann var
stálnrinnugur og fylgdist vel með í allri landsmálaumræðu. Fram á síðasta dag fylgdist
hann með þjóðmálum og dægurmálum, úr útvarpinu sem var ekki aðeins afþreying hans,
heldur lífsakkeri.
-172-