Goðasteinn - 01.09.2003, Side 177
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
dóttir. Næstur er Þorbjörn bóndi að Grjótá hér í Hlíð, f. árið 1914, nú til heimilis að
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, ekkill eftir Helgu Sveinsdóttur. Þau eignuðust 5 börn.
Sigurlaug, húsfreyja í Reykjavík, f. árið 1916, ekkja eftir Hannes Agústsson. Þau
eignuðust tvö börn. Hreiðar lengi bóndi í Árkvörn í Fljótshlíð, f. árið 1918, síðast til
heimilis á Selfossi, var kvæntur Guðrúnu Sæmundsdóttur og gekk 8 börnum hennar í
föðurstað. Hann lést 1996. Þórunn húsfreyja í Reykjavík, f. árið 1919, gift Sigurgeir
Guðmundssyni og eignuðust þau eina dóttur. Hún eignaðist fimm börn með fyrri eigin-
rnanni sínum, Leifi Guðlaugssyni. Jón eignaðist eina dóttur með Svanhildi Sveinsdóttur,
Höllu, verkakonu í Reykjavík, fædda 1898, lést 1993.
Helgi var aðeins sjö ára gamall þegar hann missti móður sína. Faðir hans annaðist
einn syni sína tvo um skeið en fljótlega bættist hagur þegar Arndís, síðari kona Jóns,
flutti inn á heimilið og tók stöðu húsfreyju og stjúpmóður bræðranna. Og fljótlega upp úr
því litu í Bollakoti dagsins ljós fleiri og fleiri barnsaugu. Ekki auðnaðist Arndísi hár aldur
því hún lést aðeins 53 ára gömul. Enn var Jón bóndi í Bollakoti orðinn ekkjumaður en nú
stóðu við hlið hans ungir og vaskir menn, þeir Helgi og Júlíus.
En það breytti því ekki að við fráfall Arndísar leystist heimilið upp að hluta. Þorbjörn
var sendur í vinnumennsku að Hlíðarendakoti þá rétt fermdur, og Hreiðar nokkru síðar,
eða fljótlega eftir að hann fermdist. Helgi og hin systkinin ólust upp í Bollakoti hjá föður
sínum.
Árið 1937 tóku hálfbræðurnir Helgi og Ragnar við búi af föður sínum, en þá hafði Jón
faðir þeirra fest kaup á fjórðungi þess hluta Teigsjarðarinnar sem kenndur var við Vestur-
bæinn. Upp úr 1940 festu bræðurnir kaup á jörðinni Miðkoti sem lá að Bollakotsjörðinni
og við gerð varnargarðanna milli Þórólfsfells og Stóru Dímon bættist enn mikið land-
flæmi við jörðina, aurar þar sem Þverá og Markarfljót höfðu áður runnið.
Árið 1941 réðst Þorbjörg Björnsdóttir frá Fagurhól í Austur-Landeyjum sem ráðskona
að Bollakoti og átti eftir að eiga þar góða og farsæla ævi. Með sér hafði hún dóttur sína,
Vilmundu Guðbjartsdóttur og systurdóttur, Elsu G. Vilmundardóttur. Ekki leið á löngu
þar til kærleikar tókust með þeim Ragnari og Þorbjörgu sem leiddu til hjónabands.
Ragnari og Þorbjörgu varð ekki barna auðið, en þau ásamt Helga önnuðust uppeldi
margra barna, sem dvöldu í Bollakoti í lengri eða skemmri tíma, þar á meðal eru synir
Vilmundu, þeir Olafur Þorri Gunnarsson, bóndi í Bollakoti, kvæntur Sigrúnu Þórarins-
dóttur og Ragnar Björn Egilsson, trésmiður, búsettur í Reykjavík. Börn Olafs Þorra og
Sigrúnar eru Þórir Már og Ólína Dröfn. Önnur börn sem Helgi, ásamt Ragnari og Þor-
björgu fóstruðu eitt ár eða lengur eru: Elsa G. Vilmundardóttir, Kristín Ingibjörg Haf-
steinsdóttir, Birna Kristín Lárusdóttir og Guðrún Leifsdóttir.
Helgi bjó í Bollakoti alla sína starfsævi þar sem þeir bræður, Ragnar og hann bjuggu
félagsbúi. Búskapurinn var hans aðalstarf en til margra ára sótti hann jafnframt vertíðir til
Vestmannaeyja, Þorlákshafnar og Grindavíkur.
Hann var hagur í höndum og listrænn og margan manninn hefur hann glatt með hand-
verki sínu, smíðuðum hlutum sem hann síðan fágaði með útskurði, oft með fangamarki
þess sem þiggja skyldi. Hann var tónelskur, söngmaður góður, hafði hljómfagra rödd sem
-175-