Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 178
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
hann beitti af nærfærni kórfélagans og til rnargra áratuga söng hann bassa í kirkjukór
kirknanna hér í Fljótshlíð. Fyrir þá ómetanlegu liðveislu við starf kirkjunnar skal þakkað
á þessari kveðjustund.
Þrátt fyrir að segja megi að Helgi hafi verið heldur hlédrægur var hann mannblendinn,
spilaði t.a.m. á harmonikku á dansleikjum og var forsöngvari á álfabrennum svo fátt eitt
sé nefnt.
Fyrir um 30 árum veiktist Helgi heiftarlega og var vart hugað líf. Hann átti lengi í
veikindum þessum og trúlega hefur hann aldrei jafnað sig að fullu andlega eftir þær
hremmingar. En upp úr veikindum sínum stóð hann og hélt lífinu áfram óbreyttu þaðan
sem frá var horfið.
Þegar aldur færðist yfir, flutti Helgi ásamt Þorbjörgu og Ragnari bróður sínum frá
Bollakoti á Dvalarheimili aldraðra, Kirkjuhvol árið 1985, en Ólafur Þorri og Sigrún tóku
við búinu, sem áður getur. Síðari árin var Helgi heilsutæpur en skýr í hugsun fram í
andlátið. Honurn leið eins vel og kostur var á Kirkjuhvoli og síðar Lundi.
Sr. Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað
s
Isleif Ingibjörg Jónsdóttir, Bjarkarlandi,
Vestur-Eyjafjöllum
Isleif fæddist 9. júní 1910 foreldrum sínum að Borgar-
eyrum, hjónunum Jóni Ingvarssyni frá Neðra-Dal og Bóel
Sigurleifu Erlendsdóttur frá Hlíðarenda. Hún var næst
yngst 5 systkina, en nú er Sigríður ein eftirlifandi. For-
eldrar hennar höfðu fyrst hafið búskap að Neðra-Dal og
fluttu þaðan að Hlíðarenda og þaðan að Borgareyrum, sem
var erfið búskaparjörð, sem sannarlega reyndi á fjölskyl-
duna, að vinna úr öllu sem til féll, vera samhent, skipu-
leggja störf sín vel og kunna að gleðjast yfir litlu. A heim-
ilinu ríkti innri gleði þar sem frásögnin, ljóðið og lagið naut sín í sköpun foreldra og
barna og einnig því að kunna að hlusta og taka tillit til.
Þetta var skóli æskuheimilis hennar, sem hún bjó að þegar hún ung kynntist manni
sínum á næsta bæ Árna heitnum Sigurðssyni á Steinmóðarbæ og giftust þau 1931 og hófu
búskap fyrst eitt ár í Búðarhóls-austurhjáleigu, nú Hólavatni, síðan í Steinmóðabæ, en
1933 byggðu þau nýbýlið Bjarkarland úr landi Steinmóðabæjar og Miðeyjarhólms.
Það var ekki auðvelt hlutskipti á þeim tíma að byggja upp nýbýli úr nær engu, takast á
við ræktun jarðar með hestum og hestaplógnum og byggja upp húsin hvert af öðru með
höndum einum saman og hyggjuviti. En saman tókst það hjá þeim tveimur, sem alltaf
voru eins og eitt, gleði annars var gleði hins og viðfangsefnunum skiluðu þau saman í
höfn. Nýbýlið þeirra varð að stórbýli með dug þeirra og barnanna, sem svo fljótt sem þau
-176-