Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 179
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
höfðu aldur til lögðu einnig sitt að mörkum, en þau voru: Sigurður f. 1932, Unnur f.
1934, en hún dó 1935, Trausti, f. 1936, Bragi f. 1938 og Valdimar f. 1946, en hann dó
árið 2000.
Árin þeirra að B jarkarlandi voru ár fjölskyldunnar saman, með ættingjum sínum, vin-
urn og sumarbömunum. Gleði þeirra var að taka á móti gestum eftir hinum gamla ís-
lenska sið, þar sem leitt var til stofu, talað saman og síðan veitingar fram bornar. Hún
stjórnaði innan dyra, svo skipulögð og vinnusöm, matmálstímar alltaf nákvæmlega á sín-
um tíma og hvernig hún hafði alltaf tíma aflögu til allra verka. Það var vegna þess að hún
vaknaði fyrst og gékk síðust til náða og var fljótvirk, prjónaði þannig að prjónarnir sáust
varla og spann þannig að söng í. Og utan dyra rakaði enginn hraðar og í fjósinu mjólkaði
enginn hraðar. Þannig var hún, svo létt eins og hreyfingar hennar voru með gleði í aug-
um. Árni vann í mörg ár utan heimilisins og aflaði þannig tekna og stóð þá Isleif að búinu
með sonum sínum.
Tíminn flaug hratt áfram, því fjölskyldunni leið vel saman á Bjarkarlandi. Trausti
stofnaði sitt heimili með Ernu Markúsdóttur og flutti að heiman en bræðurnir þrír bjuggu
félagsbúi með foreldrum sínum þar sem störfin utan dyra urðu þeirra.
Árni lést 1983 en áfram var Leifa, eins og hún var oft kölluð af sínum nánustu, sama
húsmóðirin, sem gladdist yfir að taka á móti og veita. Hún fylgdist vel með öllum sínum
og minntist oft manns síns og las ljóðin hans og bréfin hans.
Tíminn leið. Sigurður reisti hús fyrir sig og konu sína Connie á heimilinu um 1990 og
Valdimar reisti sitt íbúðarhús með eiginkonu sinni Þórnýju Guðnadóttur nokkrum árum
síðar, þar sem stefnt var að því að Isleif myndi njóta umönnunar þeirra. Án fyrirvara
veiktist Valdimar í byrjun árs 2000 og lést 30. júní það ár. Þetta fékk mikið á ísleifu, sem
mætti sínum veikinduin á sama tíma og fór um vorið það ár sem sjúklingur á hjúkrunar-
heimilið að Lundi á Hellu, þar sem hún naut sérstakrar umönnunar allt til hins síðasta.
Hún andaðist þar 20. mars. Útför hennar fór fram frá Stóra-Dalskirkju 30. mars 2002.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
Jóhanna Jónsdóttir
frá Leirubakka í Landsveit
Jóhanna Jónsdóttir var fædd á Minni-Völlum í
Landsveit 8. október 1901 og því á 101 aldursári þegar
hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sigurðar-
dóttir og Jón Sigurðsson búendur þar. Hún var þriðja í röð
sjö bama þeirra hjóna og elst systkinanna er komust upp,
en árinu áður en hún fæddist eignuðust foreldarar hennar
andvana fædda tvíburadrengi, þá fæddist hún árið 1901,
og næst henni að aldri var síðan Eyfríður sem var fædd
-177