Goðasteinn - 01.09.2003, Page 180

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 180
Látnir 2002 Goðasteinn 2003 1903, Guðjón f. 1905 , Sigurður f. 1908, og yngst var Þurðíður f. 1913 er lést barn að aldri. Eru þau nú öll látin systkinin. Jóhanna var ekki há til hnésins þegar hún fór að taka til hendi á heimili foreldra sinna og leggja sitt af mörkum í lífsbaráttunni. Hún var elst systkinanna og því kom það snemma í hennar hlut að annast yngri systkinin ásamt móður sinni og taka þátt í heimilis- og utanhússverkum. Á unglingsárum fór hún í vist, einn vetur til prestshjónanna í Fells- múla og einnig lá leiðin suður á bóginn eins og algengt var meðal ungs fólks og var í tvo vetur í vist í Reykjavík og Hafnarfirði. Seinni veturinn naut hún tilsagnar í saumaskap sem kom henni í góðar þarfir seinna á lífsleiðinni. Um það leyti sem hún er gjafvaxta ung kona gerist sá sorgaratburður að húsfreyjan unga á Leirubakka andaðist af barnsförum frá sjö ungum börnum þeirra hjóna hennar og Magnúsar Sigurðssonar bónda á Leirubakka. Voru þetta miklir sorgartímar sem sveitung- ar tóku nærri sér og reyndu eftir megni að sýna samhug og aðstoða eins og kostur var á. Yngsta barnið Einarlína Hrefna, sem fæddist er móðirin dó var gefin í fóstur góðu fólki, en Magnús lagði allt kapp á að halda heimilinu saman fyrir hin börnin sín öll og naut aðstoðar systur sinnar og annarra ráðskvenna fyrstu árin. Þá felldu þau hugi saman hann og Jóhanna og er ekki að orðlengja það að hún flutti til hans að Leirubakka og gekk barnahópnum hans unga þegar í móðurstað og reyndist þeim öllum, hverju og einu sem besta móðir. Þetta voru þau Anna Sigríður sem er elst f. 1915, húsmóðir í Reykjavík, þá Einar Albert, f. 1917 - d. 1992, leigubílstjóri í Reykjavík, Ármann f. 1920 - d.1999, var leigubílstjóri í Reykjavík, Sigurður Marinó f. 1922, býr í Hveragerði, lengst af leigu- bflstjóri í Reykjavík, Gunnar f. 1923 - d. 1938 og Hulda f. 1925 - d. 1963, var húsmóðir að Hnausum í Húnavatnssýslu. Enn átti eftir að bætast við barnahópinn því þeim Jóhönnu og Magnúsi varð þriggja barna auðið, en það eru 1) Svavar sem var f. 1931 - d. 1986, hann starfaði lengst af sem leigubflstjóri í Reykjavík, 2) Jóna Guðrún f. 1932, starfaði lengst sem starfsstúlka og býr í Reykjavík, og 3) Jón Hermann f. 1938, er var bóndi með foreldrum sínum á Leirubakka þar til þau lögðu af búskap og starfaði síðan við almenna verkamannavinnu í Reykjavík þar sem hann býr. Eins ólu þau hjón upp sem sitt eigið barn, sonarson sinn Gunnar Magnús Einarsson sem er f. 1948, rafvirkjameistari á Selfossi. Magnús andaðist 1969 og um vorið 1970 brá Jóhanna búi og fluttist til Reykjavíkur og hélt Svavari syni sínum heimili þar til hann andaðist 1986, að þá héldu þau saman heimili hún og Jón Hermann þar til hún fór á Hrafnistu haustið 1994. Á Leirubakka voru gamlar hefðir í heiðri hafðar og þar réðu ráðdeild og búhyggindi ríkjum jafnt utan dyra sem innan. Kjölfestan á heimilinu var Jóhanna sem með jafnlyndi sínu og rósemi vakti yfir öllu, jafnt utan dyra sem innan Hún var ein þessara kvenna sem öllu kornu í verk, og leit á það sem hlutverk sitt að helga líf sitt og starfskrafta sinni stóru fjölskyldu, eiginmanni, stjúpbörnum og börnum, fóstursyni og niðjum öllum. Alla tíð áttu foreldrar hennar sem og Vigdís móðuramma hennar sitt skjól hjá henni og aðhlynn- ing þeirra á efri árum þótti svo sjálfsögð og eðlileg að ekki þurfti að færa í orð. Ófá voru -178
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.