Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 183

Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 183
Goðasteinn 2003 Látnir 2002 Jón Jörgensson Kjerúlf, Holti, Eyjafjöllum Jón Jörgensson Kjerúlf fæddist 8. september 1906 í Brekkugerði í Fljótsdal. Foreldrar hans voru Jörgen Eiríksson Kjerúlf frá Arnheiðarstöðum og Elísabet Jónsdóttir frá Brekkugerði, og var hann þriðji elstur í hópi 11 systkina, þeirra Eiríks, Margrétar, Sigurðar, Sigríðar, Jóhönnu, Guðrúnar Droplaugar, Huldu, Unu, Herdísar og Regínu. Eftirlifandi eru: Guðrún Droplaug, Hulda og Regína. Hann, ásamt nokkrum systkinum sínum, ólst upp í Brekkugerði hjá móðurömmu sinni Margréti Sveinsdótt- ur frá Bessastöðum, þar sem foreldrar hans bjuggu fyrst en þau fluttu síðan að Húsum, jörð sem tilheyrði Brekkugerði og bjuggu þar með börnum sínum. Síðar fluttist fjölskyldan að Stóra-Sandfelli í Skriðdal og þar sem faðir hans starf- aði löngum utan heimilisins, féll það í hendur Jóns að bera ábyrgð á búinu. Þá ábyrgð axlaði hann 16 ára gamall, enda hafði hann snemma sýnt hvað í honum bjó og að hann var þess verður að vera trúað fyrir slíkri ábyrgð og vel liðtækur til verka. Á þessum árum gáfust ekki mörg tækifæri til mennta fyrir fátækan sveitapilt, en af því að góðar gáfur voru til staðar og með dugnaði og einlægri löngun stundaði hann nám við héraðsskólann að Eiðum í tvö ár og varð gagnfræðingur þaðan vorið 1927. Árið 1935 festi Jón ráð sitt og gekk að eiga konuna sem hann hafði nokkru fyrr fest ástarauga á, frænku sína Þorbjörgu Metúsalemsdóttur Kjérúlf frá Hrafnkelsstöðum sem varð lífsförunautur hans upp frá því. Þar kom til liðs við hann mikil gæðakona, sem bjó vel að kostum og arfi æskuáranna. Var það upphaf langs og farsæls búskapar og stýrði Þorbjörg heimili þeirra af fágaðri háttprýði og reglusemi sem einkenndi öll hennar störf. Þau eignuðust dæturnar fjórar, þær 1) Guðrúnu Elísabetu f. 1939 hún er sjúkraliði, býr í Reykjavík og á þrjú börn, 2) Margréti, f. 1944, húsmóðir í Holti gift Halldóri Gunnars- syni sóknarpresti og eiga þau sjö börn, 3) Jónu Sigríði, f. 1946, hótelstýra í Vík, gift Árna Oddsteinssyni, og þau eiga tvö börn. Yngst er 4) Aðalbjörg, f. 1953, gift Jögvan Jóhannessen, og búa þau í Funningi í Færeyjum. Jón og Þorbjörg hófu búskap að Hreiðarstöðum í Fellum, en fluttu árið 1943 að Húsum þegar bróðir hans Eiríkur lét þar af búi. Þegar þangað kom þurfti að taka til hendinni, girða heimalönd og rækta tún, og árin sem í hönd fóru voru miklir vinnutímar. Og þó ólík væru um margt stóðu þau hjón samhent að uppbyggingu búsins og jarðarinnar og uppeldi dætranna. Eftir því sem þær uxu úr grasi fóru þær að taka til hendinni og aðstoða foreldra sína við búskapinn. Og farsæld ríkti í búi þeirra hjóna vegna samheldni og umhyggju um búpening og öll störf. Jón tileinkaði sér það umburðarlyndi, ögun og tillitssemi sem gildir í umgengni við landið og náttúruna. Hann var bóndi í orðsins bestu merkingu. Trúði á mátt og frjómagn -181-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.