Goðasteinn - 01.09.2003, Side 185
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
góðrar heilsu, lífsgleði og starfskrafta, uns halla tók undan fæti á efti árum eftir
annasaman dag. Síðustu sex árin dvaldi Jón á dvalarheimili aldraðra að Kirkjuhvoli og
þar lést hann 15. maí s.l. Útför Jóns fór fram fram frá Ásólfsskálakirkju 25. maí 2002.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
Jónína Jónsdóttir frá Velli í Hvolhreppi
Jónína Jónsdóttir var fædd á Velli í Hvolhreppi 12. maí
1939. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9.
ágúst 2002. Foreldrar hennar voru Jón Valur Gunnarsson
bóndi á Velli, f. 12. nóv. 1909, d. 15. apríl 1977 og Jónína
Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja frá Bolholti á Rangár-
völlum, f. 12. júlí 1909, d. 21. mars 1970. Systir Jónínu er
Svala, f. 30. mars 1938. Hún er gift Erni Bergssyni skipa-
smið.
Jónína ólst upp á Velli hjá foreldrum sínum við
hefðbundin sveitarstörf. Hún sótti skóla á Hvolsvelli og
lauk þaðan skyldunámi sínu. Móðir hennar þurfti að vera langtímum að heiman vegna
vanheilsu. Þegar þær systur voru 14 og 15 ára héldu þær heimili með föður sínum í nær
eitt ár í sjúkrafjarveru móðurinnar. Svala annaðist innistörf en Jónína, sem alla tíð unni
skepnum, útiverkin ásamt föður sínum.
Á unglingsárunum, eftir að skóla sleppti, vann Jónína gjarnan í sláturhúsi, í fisk-
vinnslu í Hafnarfirði og fleira. Um 1960 kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni
Benediktssyni járnsmið, en hann er fæddur í Reykjavík 8. apríl 1937. Jón flutti fljótlega
inn á heimilið á Velli þar sem þau Jónína hófu sambúð. Þau gengu í hjónaband í
Breiðabólstaðarkirkju á jóladag 1965.
Fljótlega tók að fjölga í fjölskyldunni en fyrsta barnið, Jón Valur, fæddist 27. sept.
1961. Hann er húsasmiður í Reykjavík og er kvæntur Önnu Bjarneyju Sigurðardóttur.
Næst kom Ingubjörg, f. 15. sept. 1962. Hún er sjúkraliði og lyfjatæknir búsett í Reykja-
vík. Sambýlismaður hennar er Hjálmar Ævarsson. Þriðja barnið er Benedikt, f. 25. sept.
1964. Hann starfar við ljósleiðara og smíðar og er búsettur í Reykjavík. Fjórði í röðinni
er Gunnar, f. 11. okt. 1966, húsasmíðanemi í Reykjavík, kvæntur Bjarnþóru Maríu
Pálsdóttur og yngstur er Óskar, f. 24. feb. 1970, verslunarmaður í Reykjavík. Barna-
börnin eru 11 talsins.
Jónína helgaði krafta sína heimilinu algjörlega fyrstu hjúskaparárin enda fæddust
börnin með stuttu millibili. Þau voru góðir uppalendur og samrýnd hjón, Jónína og Jón,
enda æsingalaust fólk sem lagði sig fremur eftir rökræðum en ragni og refsingum og þarf
ekki sérlega glöggan mann til að sjá það á börnum þeirra fimm.
Jónína og Jón reistu sér hús á Vallarjörðinni og bjuggu þar lengst af sínum búskap en
síðustu árin á Hvolsvelli. Hún unni heimahögnunum að Velli allt sitt líf því þar lágu rætur
-183-