Goðasteinn - 01.09.2003, Page 191

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 191
Goðasteinn 2003 Látnir 2002 Ragnheiður Guðmundsdóttir. Þau hjón slitu samvistir, en eftirlifandi kona Sigurðar er Erla Sigurðardóttir. Yngri er Guðrún, gift Hjalta Sighvatssyni. Einnig ólu Marta og Frí- mann upp sonarson sinn, Frímann Má Sigurðsson. Afkomendur Mörtu við lát hennar voru 34 að tölu. Marta var glaðsinna kona og vinsæl, aðlaðandi í félagsskap og glæsileg. Hún var mikil félagsvera og lét um sig muna í félagsstörfum kvenna, bæði í Kvenfélagi Fljótshlíðar og Kvenfélaginu Unni, og tók virkan þátt í starfi Sambands sunnlenzkra kvenna. Hún var músíkölsk og söngvin, hafði fallega sópranrödd og söng með kirkjukórunum, fyrst á Breiðabólstað og síðar í Odda í áratugi. Boðskapur trúarinnar átti greiða leið að hjarta hennar, og frá barnæsku átti hún einlæga trú á Frelsarann Jesúm Krist. Mest mæddi þó á Mörtu í krefjandi hlutverki húsfreyju á sveitaheimili, þar sem annir húss og bús gáfu lítinn kost á löngum frístundum. Marta var enda vinnusöm og féll illa aðgerðar- og iðjuleysi. Óheilindi af öllu tagi, smjaður og tilgerð í fari fólks var henni eitur í beinum, enda var hún sjálf heilsteypt kona, heiðarleg, trygglynd og drenglynd, og bjó yfir ríkri réttlætiskennd og samúð með kjörum þeirra er stóðu höllum fæti í lífinu. Marta bar þó skoðanir sínar ekki á torg og tranaði aldrei fram sér eða sínum. Frekar hlúði hún að sínu inni, hafði þar staka röð og reglu á hverjum hlut, og hélt dagbók í áratugi, allt fram á síðustu ár. Marta og Frímann bjuggu síðustu árin að Fossöldu 3 á Hellu. Frímann lést 18. sept- ember 1990, og eftir það bjó Marta ein, uns dóttir hennar og tengdasonur, þau Guðrún og Hjalti, fluttu til hennar árið 2000. Síðasta árið dvaldi hún á Lundi á Hellu, þrotin að heilsu og kröftum, og naut þar umönnunar og hjúkrunar uns yfir lauk. Marta lést á Lundi 16. ágúst 2002. Útför hennar fór fram frá Oddakirkju 24. ágúst, en jarðsett var á Breiðabólstað. Sr. Sigurður Jónsson í Odda Oddur Þorsteinsson frá Heiði, Fossöldu 4, Hellu Oddur Þorsteinsson var fæddur á Heiðarbrekku á Rangárvöllum 6. apríl 1960. Hann var yngstur sex barna hjónanna Svövu Guðmundsdóttur frá Kvígindisfelli í Tálknafirði, sem lést 2001 og Þorsteins Oddssonar frá Heiði, sem lifir son sinn. Elst þeirra var Asta sem dó fárra daga gömul árið 1945, þá Helga Ásta, búsett á Hvolsvelli, gift Sigurgeir Bárðarsyni, Birna býr á Reykjum á Skeiðum með Rúnari Þór Bjarnasyni, en var áður gift Ólafi Líndal Bjarnasyni í Stóru-Hildisey, sem lést 1998. Þórhallur lést af -189-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.