Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 191
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
Ragnheiður Guðmundsdóttir. Þau hjón slitu samvistir, en eftirlifandi kona Sigurðar er
Erla Sigurðardóttir. Yngri er Guðrún, gift Hjalta Sighvatssyni. Einnig ólu Marta og Frí-
mann upp sonarson sinn, Frímann Má Sigurðsson. Afkomendur Mörtu við lát hennar
voru 34 að tölu.
Marta var glaðsinna kona og vinsæl, aðlaðandi í félagsskap og glæsileg. Hún var
mikil félagsvera og lét um sig muna í félagsstörfum kvenna, bæði í Kvenfélagi
Fljótshlíðar og Kvenfélaginu Unni, og tók virkan þátt í starfi Sambands sunnlenzkra
kvenna. Hún var músíkölsk og söngvin, hafði fallega sópranrödd og söng með
kirkjukórunum, fyrst á Breiðabólstað og síðar í Odda í áratugi. Boðskapur trúarinnar átti
greiða leið að hjarta hennar, og frá barnæsku átti hún einlæga trú á Frelsarann Jesúm
Krist. Mest mæddi þó á Mörtu í krefjandi hlutverki húsfreyju á sveitaheimili, þar sem
annir húss og bús gáfu lítinn kost á löngum frístundum. Marta var enda vinnusöm og féll
illa aðgerðar- og iðjuleysi. Óheilindi af öllu tagi, smjaður og tilgerð í fari fólks var henni
eitur í beinum, enda var hún sjálf heilsteypt kona, heiðarleg, trygglynd og drenglynd, og
bjó yfir ríkri réttlætiskennd og samúð með kjörum þeirra er stóðu höllum fæti í lífinu.
Marta bar þó skoðanir sínar ekki á torg og tranaði aldrei fram sér eða sínum. Frekar hlúði
hún að sínu inni, hafði þar staka röð og reglu á hverjum hlut, og hélt dagbók í áratugi, allt
fram á síðustu ár.
Marta og Frímann bjuggu síðustu árin að Fossöldu 3 á Hellu. Frímann lést 18. sept-
ember 1990, og eftir það bjó Marta ein, uns dóttir hennar og tengdasonur, þau Guðrún og
Hjalti, fluttu til hennar árið 2000. Síðasta árið dvaldi hún á Lundi á Hellu, þrotin að
heilsu og kröftum, og naut þar umönnunar og hjúkrunar uns yfir lauk. Marta lést á Lundi
16. ágúst 2002. Útför hennar fór fram frá Oddakirkju 24. ágúst, en jarðsett var á
Breiðabólstað.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
Oddur Þorsteinsson frá Heiði,
Fossöldu 4, Hellu
Oddur Þorsteinsson var fæddur á Heiðarbrekku á
Rangárvöllum 6. apríl 1960. Hann var yngstur sex barna
hjónanna Svövu Guðmundsdóttur frá Kvígindisfelli í
Tálknafirði, sem lést 2001 og Þorsteins Oddssonar frá
Heiði, sem lifir son sinn. Elst þeirra var Asta sem dó fárra
daga gömul árið 1945, þá Helga Ásta, búsett á Hvolsvelli,
gift Sigurgeir Bárðarsyni, Birna býr á Reykjum á Skeiðum
með Rúnari Þór Bjarnasyni, en var áður gift Ólafi Líndal
Bjarnasyni í Stóru-Hildisey, sem lést 1998. Þórhallur lést af
-189-