Goðasteinn - 01.09.2003, Side 192

Goðasteinn - 01.09.2003, Side 192
Látnir 2002 Goðasteinn 2003 slysförum 10 ára gamall árið 1968, og Reynir er búsettur í Brekkugerði, kvæntur Jónu Maríu Eiríksdóttur. Oddur hlaut í vöggugjöf létta lund og lífsgleði senr einkenndi hann til hinstu stundar. Hann ólst upp við ástríki foreldra og systkina, sem hann mat afar mikils alla tíð, tápmikill, fríður sýnum, bjartur og broshýr löngum, og lífgaði upp á umhverfi sitt með góðri návist sinni. Hann ólst upp við venjubundin bústörfin og tengdist æsku- stöðvum sínum á Heiði sterkum tilfinningaböndum sem aldrei rofnuðu. Oddur lærði bifvélavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1980. Hann kvæntist hinn 28. júní það ár Lovísu Björk Sigurðardóttur, dóttur Sigrúnar Ólafsdóttur og Sigurðar Óskarssonar á Hellu. Þau tóku við búi af foreldrum hans á Heiði 1981 og bjuggu þar næstu níu árin í góðu samfélagi við Svövu og Þorstein. Þau afréðu að bregða búi 1990 og fluttust þá að Hellu. Þau vistaskipti féllu Oddi vel, og næstu árin stundaði hann ýmis störf, vann við bílaviðgerðir, var síðar verkstjóri í sláturhúsi og kjötvinnslu Þríhyrnings í Þykkvabæ, var skálavörður sumartíma í Hvanngili og síðast hjá Flutninga- þjónustunni á Hellu. Dætur Odds og Lovísu eru þrjár; hinar tvær eldri uppkomnar; Hjördís Rún sem búsett er í Reykjavík og í sambúð með Arnari Gústafssyni, Anna María sem á heima á Hellu, og yngst Kolbrún Eva, 6 ára. Oddur og Lovísa skildu árið 1999, en héldu áfram gagnkvæmu vináttusambandi, sem var Oddi mikill styrkur í veikindum hans, en þetta sama ár veiktist hann af krabbameini og gekkst undir erfiða skurðaðgerð og lyfjameðferð í kjölfarið. Hann náði allgóðum bata og komst til starfa á ný, dyggilega studdur af fjölskyldu sinni og góðum vinum, sem styrktu hann einnig með fjársöfnun og héldu honum fertugsafmæli sem varð honum ógleymanlegt, sem og líka allur sá stuðningur sem honum féll í skaut, jafnt frá skyldum sem vandalausum, er færði honum mikinn andlegan styrk. En aldamótaárið færði Oddi líka fleira en fertugsafmælið og góðar batahorfur, því það sumar lágu saman leiðir þeirra Ingibjargar Guðmundsdóttur, dóttur Þórunnar Sigurðardóttur frá Kastalabrekku og Guðmundar Agústssonar frá Stórahofi. Þau fylgdust að síðan, og þegar heilsu Odds tók að hraka á ný um mitt ár 2001, reyndist Ingibjörg honum ómetanleg stoð, líknargjafi og huggari. Þau gengu í hjónaband 6. apríl 2002 á 42ja ára afmæli Odds og síðasta spölinn gekk Ingibjörg með honum uns yfir lauk. Börnum Ingibjargar af fyrra hjónabandi, þeim Evu Ýri, Eyrúnu Ösp og Aroni Frey sýndi Oddur föðurlega umhyggju og kærleika. Oddur var mikið náttúrubarn að eðlisfari og félagsvera. Einvera lét honum illa en að sama skapi naut hann sín vel í hópi góðra vina á fjöllum uppi. Hann gekk ungur til liðs við Flugbjörgunarsveitina á Hellu og var ötull liðsmaður hennar í mörg ár, vakinn og sofinn yfir bættri aðstöðu, búnaði og tækjum. Hann sat í stjórn sveitarinnar 1991-2000, gegndi þar öllum trúnaðarstörfum og formennsku síðasta árið. Oddi var frá unga aldri sýnt um að láta gott af sér leiða. Fengu margir vinir hans og vandamenn að reyna hann að umhyggu og hjálpsemi, og hvarvetna ávann hann sér traust og vinsældir samstarfsfólks síns. Hann var tryggur vinum sínum og frændrækinn, og sterk taugin er dró hann til föðurtúnanna, þótt hann hyrfi á sínum tíma frá búskap þar. Þeim mun meiri rækt lagði hann við sumarhúsið sitt í Heiðarlandi sem hann nefndi Myllubæ. Þar áttu þeir Sigurður tengdafaðir hans ófá handtökin við byggingu þess, sem -190-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.